Talsmaður strandgæslunnar segir að vinirnir hafi verið á siglingu fram eftir degi og að þeir hafi týnt áttum þegar rökkva tók. Þá rak að landi við Huntington flóa.
Crowe mun hafa kallað í átt að báti strandgæslunnar sem var í eftirlitsferð á svæðinu. Félagarnir fengu síðan far með gæslunni.

Eftir björgunina birti Crowe færslu á samskiptamiðlinum Twitter þar sem hann þakkaði strandgæslunni fyrir aðstoðina.