Innlent

Festi höndina í fiskvinnsluvél

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fiskvinnsluvél.
Fiskvinnsluvél.
Karlmaður fór með aðra höndina í fiskvinnsluvél í fiskvinnslu á höfuðborgarsvæðinu í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Maðurinn var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild til aðhlynningar. Samkvæmt upplýsingum sem fengust frá slysadeild nú síðdegis var maðurinn með töluverð meiðsl á hendi, en hann hafði verið sendur af slysadeildinni og yfir á bæklunardeild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×