Innlent

Býst við miklum athugasemdum við minnisblaði um Geirs-málið

Þuríður Backmann formaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins
Þuríður Backmann formaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins
Miklar athugasemdir eiga eftir að koma fram við minnisblað sem lagt var fyrir laganefnd Evrópuráðsþingsins, segir Þuríður Backmann formaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins í samtali við Vísi. Í minnisblaðinu segir að með því að draga Geir fyrir dómstóla sé pólitískt andrúmsloft eitrað án þess að reynt sé að fá réttlætinu fullnægt.

,,Þetta er vissulega aðeins minnisblað sem á eftir að koma fram í skýrslunni þegar hún birtist í heild sinni. En miðað við viðbrögðin sem hún fékk í gær býst ég við að sjá miklar athugasemdir við skýrsluna. Fyrst og fremst þá fullyrðingu að aðskilja eigi stjórnmál og brot á löggjöf sem hægt er að vísa yfir á almenn sakamál. Þessa þætti þarf alvarlega að skoða. Það er jafnframt fráleitt að fela hægri þingmanni að fjalla um og skrifa skýrslu um hægri stjórnmálamann."

Þuríður segir þetta þá helstu þætti sem fengu hvað harðasta gagnrýni og það verði spennandi að fylgjast með framhaldinu.


Tengdar fréttir

Skoðun á Landsdómi kemur ekki á óvart - þetta er gallað tæki

"Þetta er gallað tæki og kemur í sjálfu sér ekkert á óvart að það sé skoðað,“ segir Mörður Árnason, varaformaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins, um minnisblað sem Pieter Omtzigt, fulltrúi Hollands í Evrópuráðsþinginu, lagði fyrir laganefnd Evrópuráðsþingsins. Í minnisblaðinu eru réttarhöldin yfir Geir H. Haarde, fyrir landsdómi, gagnrýnd. Þar segir að með því að draga Geir fyrir dómstóla sé pólitískt andrúmsloft eitrað án þess að reynt sé að fá réttlætinu fullnægt.

Evrópuráðsþingmaður fordæmir málsmeðferðina gegn Geir

Það var rangt að draga Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, fyrir dómstóla. Þetta segir í minnisblaði sem lagt var fyrir laganefnd Evrópuráðsþingsins og var send fjölmiðlum nú rétt fyrir fréttir. Í minnisblaðinu segir að með því að draga Geir fyrir dómstóla sé pólitískt andrúmsloft eitrað án þess að reynt sé að fá réttlætinu fullnægt. Pieter Omtzigt, fulltrtúi Hollands í nefndinni, vinnur að skýrslu fyrir nefndina um það hvernig best sé að halda pólitískri ábyrgð aðskildri frá sakamálum. Hann gagnrýnir málsmeðferðina gegn Geir og segir að íslensk stjórnmál hafi sett niður við hana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×