Innlent

Ríkisstjórnarflokkarnir tapa fylgi - Um 70% taka afstöðu til flokka

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Leiðtogar stjórnarflokkanna, þau Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur Sigfússon.
Leiðtogar stjórnarflokkanna, þau Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur Sigfússon.
Ríkisstjórnarflokkarnir tapa fylgi samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup en Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig og mælist stærsti flokkurinn. Enginn flokkanna, sem bjóða fram í fyrsta skipti, nær manni inn á þing en lítið vantar uppá hjá Bjartri framtíð. Þetta kemur fram í Þjóðarpúlsi Gallup sem RÚV vísar til.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 37,1 prósent fylgi og bætir við sig frá síðustu könnun. Ríkisstjórnarflokkarnir tapa hins vegar fylgi, Samfylkingin mælist með 19,4 prósent en Vinstri grænir með 12,4 prósent.

Framsóknarflokkurinn mælist nú með 14,2 prósenta fylgi. Það er svipað og í september og því ljóst að átökin milli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Höskuldar Þórhallssonar skipta litlu máli fyrir fylgi flokksins.

Könnunin var gerð dagana 30. ágúst til 27. september. 5.591 var í úrtakinu en svarhlutfallið var rétt rúm sextíu prósent.

71,6 prósent tók afstöðu til flokka. Tæp 14 prósent ætla ekki að kjósa eða ætla að skila auðu en litlu fleiri gáfu ekki upp afstöðu sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×