Innlent

1700 stöðvaðir í umferðarátaki

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur verið með mikið umferðarátak að undanförnu.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur verið með mikið umferðarátak að undanförnu.
Rúmlega sautján hundruð ökumenn hafa verið stöðvaðir í Reykjavík undanfarna daga í sérstöku umferðareftirliti lögreglunnar. Sextán þeirra reyndust undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna og eiga hinir sömu ökuleyfissviptingu yfir höfði sér. Tíu til viðbótar var gert að hætta akstri sökum þess að þeir höfðu neytt áfengis en voru þó undir refsimörkum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×