Innlent

Heil búslóð á opnu svæði við Gálgaklett

Drasl á víðivangi.
Drasl á víðivangi. MYND/VÍKURFRÉTTIR
Það má finna heila búslóð á opnu svæði við Gálgaklett á Suðurnesjum. Samkvæmt frétt á vef Víkurfrétta má þar finna ísskáp, sjónvarp, rúm og jafnvel eldhúsinnréttingar. Semsagt heila búslóð með öllu sem til þarf, og fleira.

Svo segir í frétt Víkurfrétta:

„Ástæða þess að allt þetta rusl er við Ósabotnaveg en ekki í Kölku, þar sem það ætti að vera, er óljós. Hvort það tengist kostnaði við eyðingu, opnunartíma móttökustöðvar eða bara almennum slóðahætti eru spurningar sem ekki fást svör við fyrr en eigandi ruslsins gefur sig fram eða að einhver vísar á hann."

Hægt er að skoða mun fleiri myndir á vef Víkurfrétta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×