Innlent

Lömb sem fundust undanfarna daga fá líklega að lifa veturinn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lamb grafið úr fönn.
Lamb grafið úr fönn.
Lömb sem eru grafin úr fönn eru ekki endilega óæt en þau þurfa klárlega á því að halda að þau séu tekin á hús og fái tíma til að jafna sig áður en þau eru send á sláturhús. Þetta segir Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Landssambands sauðfjárbænda, samtali við Reykjavík síðdegis.

Lömb hafa fundist síðastliðna daga sem hafa verið undir fönn í allt að þrjár vikur. Sigurður telur öruggt að þau muni þurfa heillangan tíma til að ná sér aftur og það þurfi líklega að hafa þau á húsi allan veturinn. „Af því að það þarf einfaldlega það langan tíma til að koma þeim til eftir að hafa verið undir snjó," segir Sigurður.

Sigurður segir að reynsla undanfarna daga sýni hvað lömb eru með eindæmum harðgerar skepnur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×