Innlent

Dópaður og réttindalaus

Lögreglan á Suðurnesjum handtók um helgina rúmlega tvítugan ökumann þar sem hann var grunaður um ölvun við akstur.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu sat maðurinn í ökumannssæti með bílinn í gangi, en drap á honum þegar lögregla kom á vettvang. Hann kvaðst ekki hafa verið að aka bílnum, en breytti síðan framburði sínum eftir að á lögreglustöð var komið, og játaði brot sitt.

Rökstuddur grunur er um að maðurinn hafi einnig verið undir áhrifum ýmissa fíkniefna. Hann hafði áður verið sviptur ökuréttindum ævilangt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×