Fleiri námuverkamenn urðu fyrir skotum lögreglu 4. september 2012 03:00 Julius Malema Fyrrverandi leiðtogi ungliðahreyfingar Afríska þjóðarráðsins hefur kvatt sér hljóðs í deilunum. nordicphotos/AFP Fjórir námuverkamenn í Suður-Afríku særðust í gær þegar lögregla beitti bæði táragasi og gúmmískotum. Einn þeirra er alvarlega særður. Hinir særðu voru í hópi námuverkamanna, sem reknir höfðu verið úr vinnu, en reyndu að hindra aðra verkamenn í að mæta til starfa. Þetta gerðist við námuna Aurora, sem er að hluta í eigu náskyldra ættingja bæði Jacobs Zuma, forseta landsins, og Nelsons Mandela, fyrrverandi forseta. Óróinn náði hámarki þann 16. ágúst þegar 34 námuverkamenn létust af völdum byssuskota frá lögreglumönnum við aðra námu skammt frá bænum Marikana. Alls urðu 112 námuverkamenn fyrir skotum lögreglu þann dag. Lögreglan heldur því fram að hún hafi gripið til skotvopna í sjálfsvarnarskyni, þar sem námuverkamennirnir hafi fyrst skotið á lögregluna. Námuverkamennirnir voru vopnaðir sveðjum og bareflum, en lögreglan segir að nokkrar skammbyssur hafi einnig fundist á vettvangi. Hörð viðbrögð urðu fyrir helgi við því að ríkissaksóknari ákvað að ákæra 270 námuverkamenn fyrir morð í tengslum við lát mannanna 34 sem lögreglan skaut. Um helgina sagðist saksóknarinn hafa fallið frá morðákærum, en tók jafnframt fram að hann teldi ekkert hafa verið óeðlilegt við þá málsmeðferð. Morðákærurnar voru byggðar á lögum frá tímum aðskilnaðarstefnunnar, en fjöldamorðunum í Marikana hefur verið líkt við fjöldamorðin í Sharpville í Suður-Afríku árið 1960 þegar hvítir lögreglumenn hófu skothríð á þeldökka mótmælendur og 69 þeirra létu lífið. Viðbrögð svarta meirihlutans í landinu urðu hörð, en hvíti minnihlutinn setti í beinu framhaldi neyðarlög og hélt landinu í heljargreipum lögregluvalds næstu áratugina. Búist er við því að ólgan í verkamönnum við platínunámur landsins haldi áfram á meðan kjör þeirra breytast ekkert. Þeir búa flestir í afar lélegu húsnæði sem hróflað hefur verið upp í kringum námurnar á meðan eigendur þeirra græða á tá og fingri, enda hefur verð á platínu margfaldast á síðustu árum. Námuverkamennirnir saka bæði sín eigin verkalýðsfélög og Afríska þjóðarráðið, sem fer með völd í landinu, um linkind gagnvart námueigendum. Hinn umdeildi Julius Malema, fyrrverandi leiðtogi ungliðahreyfingar Afríska þjóðaráðsins, hefur látið til sín taka í þessum deilum og gagnrýnir fyrrverandi félaga sína harðlega. Hann hefur ávarpað námuverkamenn og hvatt þá til þess að gera platínunámur landsins óstarfhæfar þangað til lausn hefur fengist á málum þeirra.gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Sjá meira
Fjórir námuverkamenn í Suður-Afríku særðust í gær þegar lögregla beitti bæði táragasi og gúmmískotum. Einn þeirra er alvarlega særður. Hinir særðu voru í hópi námuverkamanna, sem reknir höfðu verið úr vinnu, en reyndu að hindra aðra verkamenn í að mæta til starfa. Þetta gerðist við námuna Aurora, sem er að hluta í eigu náskyldra ættingja bæði Jacobs Zuma, forseta landsins, og Nelsons Mandela, fyrrverandi forseta. Óróinn náði hámarki þann 16. ágúst þegar 34 námuverkamenn létust af völdum byssuskota frá lögreglumönnum við aðra námu skammt frá bænum Marikana. Alls urðu 112 námuverkamenn fyrir skotum lögreglu þann dag. Lögreglan heldur því fram að hún hafi gripið til skotvopna í sjálfsvarnarskyni, þar sem námuverkamennirnir hafi fyrst skotið á lögregluna. Námuverkamennirnir voru vopnaðir sveðjum og bareflum, en lögreglan segir að nokkrar skammbyssur hafi einnig fundist á vettvangi. Hörð viðbrögð urðu fyrir helgi við því að ríkissaksóknari ákvað að ákæra 270 námuverkamenn fyrir morð í tengslum við lát mannanna 34 sem lögreglan skaut. Um helgina sagðist saksóknarinn hafa fallið frá morðákærum, en tók jafnframt fram að hann teldi ekkert hafa verið óeðlilegt við þá málsmeðferð. Morðákærurnar voru byggðar á lögum frá tímum aðskilnaðarstefnunnar, en fjöldamorðunum í Marikana hefur verið líkt við fjöldamorðin í Sharpville í Suður-Afríku árið 1960 þegar hvítir lögreglumenn hófu skothríð á þeldökka mótmælendur og 69 þeirra létu lífið. Viðbrögð svarta meirihlutans í landinu urðu hörð, en hvíti minnihlutinn setti í beinu framhaldi neyðarlög og hélt landinu í heljargreipum lögregluvalds næstu áratugina. Búist er við því að ólgan í verkamönnum við platínunámur landsins haldi áfram á meðan kjör þeirra breytast ekkert. Þeir búa flestir í afar lélegu húsnæði sem hróflað hefur verið upp í kringum námurnar á meðan eigendur þeirra græða á tá og fingri, enda hefur verð á platínu margfaldast á síðustu árum. Námuverkamennirnir saka bæði sín eigin verkalýðsfélög og Afríska þjóðarráðið, sem fer með völd í landinu, um linkind gagnvart námueigendum. Hinn umdeildi Julius Malema, fyrrverandi leiðtogi ungliðahreyfingar Afríska þjóðaráðsins, hefur látið til sín taka í þessum deilum og gagnrýnir fyrrverandi félaga sína harðlega. Hann hefur ávarpað námuverkamenn og hvatt þá til þess að gera platínunámur landsins óstarfhæfar þangað til lausn hefur fengist á málum þeirra.gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Sjá meira