Það er ekki hlaupið að því að fá örorkumat Hilmar Guðmundsson skrifar 4. september 2012 06:00 Að vera öryrki er hugtak sem erfitt er að útskýra. Örorka er afleiðing slysa eða sjúkdóma sem viðkomandi hefur orðið fyrir á lífsleiðinni. Það að verða öryrki er langt og flókið ferli. Ef viðkomandi er á vinnumarkaði við slys fær hann laun í veikindaleyfi samkvæmt samningi þess verkalýðsfélags sem hann er í. Veikindalaun greiðast eftir áunnum réttindum, en því næst fær hann greitt frá sjúkrasjóði síns stéttarfélags. Mismunandi er hvað þær greiðslur berast lengi, en yfirleitt ekki meira en ár. Því næst fer fram mat á því hvort viðkomandi geti farið í endurhæfingu sem er líkleg til að skila árangri. Ef svo er þá er sótt um endurhæfingarlífeyri, annars er sótt um örorkulífeyri. Viðkomandi getur einnig farið í örorkumat hjá lífeyrissjóði sínum. Örorkumat byggist einvörðungu á læknisfræðilegu mati. Í rannsókn á fátækt og félagslegri aðstoð kemur fram að örorkumat „…er þó ekki endanlegt eða gert í eitt skipti fyrir öll og margir þátttakendur lýstu síendurteknu mati og endurmati á ástandi sínu og örorku". (1) Rýr afraksturUpphæð örorkulífeyris almannatrygginga nú fyrir mann sem fær fyrsta örorku- eða endurhæfingarlífeyrismat fjörutíu ára og býr einn er 203.005 krónur fyrir skatt ef hann er ekki með neinar aðrar tekjur. Aðrar tekjur skerða þessa upphæð. Tekjuskattur af þessu er 75.802 kr. og persónuafsláttur (100%) er 46.532 kr. Til útborgunar er þá 173.735 kr. Ef viðkomandi býr með öðrum fullorðnum er upphæðin 156.153 kr. á mánuði eftir skatt. Þetta er nú allur afraksturinn af því að vera öryrki, fyrir utan það að þurfa að burðast með veikindi eða fötlun það sem eftir er af lífinu. Ýmis viðbótarútgjöld eru þessu fylgjandi t.d. lyfjakostnaður sem oft á tíðum getur verið mjög mikill og hjálpartæki svo sem sérsmíðaðir skór, spelkur, bakbelti og sérhönnuð rúm auk fjölda annarra útgjalda sem geta fylgt sjúkdómum eða fötlun. Flestir þeir öryrkjar ef ekki allir sem ég þekki, þekki ég þó nokkra, vilja glaðir vinna, en margir eru það illa staddir líkamlega eða andlega að þeir hafa enga starfsorku. Til að fleiri öryrkjar geti verið á vinnumarkaði þarf atvinnulífið að koma til móts við fólk með skerðingar og/eða skerta starfsorku, bjóða upp á hlutastörf, sveigjanlegan vinnutíma og bætt aðgengi á vinnustöðum. Ríkið þarf að taka að sér að greiða að fullu fyrir hjálpartæki á vinnustöðum, túlkun og aðra sérhæfða þjónustu. (1)Heimild: Fátækt og félagslegar aðstæður öryrkja. Höfundar: Rannveig Traustadóttir, Kristín Björnsdóttir, James Rice, Knútur Birgisson og Eiríkur Karl Ólafsson Smith Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Að vera öryrki er hugtak sem erfitt er að útskýra. Örorka er afleiðing slysa eða sjúkdóma sem viðkomandi hefur orðið fyrir á lífsleiðinni. Það að verða öryrki er langt og flókið ferli. Ef viðkomandi er á vinnumarkaði við slys fær hann laun í veikindaleyfi samkvæmt samningi þess verkalýðsfélags sem hann er í. Veikindalaun greiðast eftir áunnum réttindum, en því næst fær hann greitt frá sjúkrasjóði síns stéttarfélags. Mismunandi er hvað þær greiðslur berast lengi, en yfirleitt ekki meira en ár. Því næst fer fram mat á því hvort viðkomandi geti farið í endurhæfingu sem er líkleg til að skila árangri. Ef svo er þá er sótt um endurhæfingarlífeyri, annars er sótt um örorkulífeyri. Viðkomandi getur einnig farið í örorkumat hjá lífeyrissjóði sínum. Örorkumat byggist einvörðungu á læknisfræðilegu mati. Í rannsókn á fátækt og félagslegri aðstoð kemur fram að örorkumat „…er þó ekki endanlegt eða gert í eitt skipti fyrir öll og margir þátttakendur lýstu síendurteknu mati og endurmati á ástandi sínu og örorku". (1) Rýr afraksturUpphæð örorkulífeyris almannatrygginga nú fyrir mann sem fær fyrsta örorku- eða endurhæfingarlífeyrismat fjörutíu ára og býr einn er 203.005 krónur fyrir skatt ef hann er ekki með neinar aðrar tekjur. Aðrar tekjur skerða þessa upphæð. Tekjuskattur af þessu er 75.802 kr. og persónuafsláttur (100%) er 46.532 kr. Til útborgunar er þá 173.735 kr. Ef viðkomandi býr með öðrum fullorðnum er upphæðin 156.153 kr. á mánuði eftir skatt. Þetta er nú allur afraksturinn af því að vera öryrki, fyrir utan það að þurfa að burðast með veikindi eða fötlun það sem eftir er af lífinu. Ýmis viðbótarútgjöld eru þessu fylgjandi t.d. lyfjakostnaður sem oft á tíðum getur verið mjög mikill og hjálpartæki svo sem sérsmíðaðir skór, spelkur, bakbelti og sérhönnuð rúm auk fjölda annarra útgjalda sem geta fylgt sjúkdómum eða fötlun. Flestir þeir öryrkjar ef ekki allir sem ég þekki, þekki ég þó nokkra, vilja glaðir vinna, en margir eru það illa staddir líkamlega eða andlega að þeir hafa enga starfsorku. Til að fleiri öryrkjar geti verið á vinnumarkaði þarf atvinnulífið að koma til móts við fólk með skerðingar og/eða skerta starfsorku, bjóða upp á hlutastörf, sveigjanlegan vinnutíma og bætt aðgengi á vinnustöðum. Ríkið þarf að taka að sér að greiða að fullu fyrir hjálpartæki á vinnustöðum, túlkun og aðra sérhæfða þjónustu. (1)Heimild: Fátækt og félagslegar aðstæður öryrkja. Höfundar: Rannveig Traustadóttir, Kristín Björnsdóttir, James Rice, Knútur Birgisson og Eiríkur Karl Ólafsson Smith
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun