Það er ekki hlaupið að því að fá örorkumat Hilmar Guðmundsson skrifar 4. september 2012 06:00 Að vera öryrki er hugtak sem erfitt er að útskýra. Örorka er afleiðing slysa eða sjúkdóma sem viðkomandi hefur orðið fyrir á lífsleiðinni. Það að verða öryrki er langt og flókið ferli. Ef viðkomandi er á vinnumarkaði við slys fær hann laun í veikindaleyfi samkvæmt samningi þess verkalýðsfélags sem hann er í. Veikindalaun greiðast eftir áunnum réttindum, en því næst fær hann greitt frá sjúkrasjóði síns stéttarfélags. Mismunandi er hvað þær greiðslur berast lengi, en yfirleitt ekki meira en ár. Því næst fer fram mat á því hvort viðkomandi geti farið í endurhæfingu sem er líkleg til að skila árangri. Ef svo er þá er sótt um endurhæfingarlífeyri, annars er sótt um örorkulífeyri. Viðkomandi getur einnig farið í örorkumat hjá lífeyrissjóði sínum. Örorkumat byggist einvörðungu á læknisfræðilegu mati. Í rannsókn á fátækt og félagslegri aðstoð kemur fram að örorkumat „…er þó ekki endanlegt eða gert í eitt skipti fyrir öll og margir þátttakendur lýstu síendurteknu mati og endurmati á ástandi sínu og örorku". (1) Rýr afraksturUpphæð örorkulífeyris almannatrygginga nú fyrir mann sem fær fyrsta örorku- eða endurhæfingarlífeyrismat fjörutíu ára og býr einn er 203.005 krónur fyrir skatt ef hann er ekki með neinar aðrar tekjur. Aðrar tekjur skerða þessa upphæð. Tekjuskattur af þessu er 75.802 kr. og persónuafsláttur (100%) er 46.532 kr. Til útborgunar er þá 173.735 kr. Ef viðkomandi býr með öðrum fullorðnum er upphæðin 156.153 kr. á mánuði eftir skatt. Þetta er nú allur afraksturinn af því að vera öryrki, fyrir utan það að þurfa að burðast með veikindi eða fötlun það sem eftir er af lífinu. Ýmis viðbótarútgjöld eru þessu fylgjandi t.d. lyfjakostnaður sem oft á tíðum getur verið mjög mikill og hjálpartæki svo sem sérsmíðaðir skór, spelkur, bakbelti og sérhönnuð rúm auk fjölda annarra útgjalda sem geta fylgt sjúkdómum eða fötlun. Flestir þeir öryrkjar ef ekki allir sem ég þekki, þekki ég þó nokkra, vilja glaðir vinna, en margir eru það illa staddir líkamlega eða andlega að þeir hafa enga starfsorku. Til að fleiri öryrkjar geti verið á vinnumarkaði þarf atvinnulífið að koma til móts við fólk með skerðingar og/eða skerta starfsorku, bjóða upp á hlutastörf, sveigjanlegan vinnutíma og bætt aðgengi á vinnustöðum. Ríkið þarf að taka að sér að greiða að fullu fyrir hjálpartæki á vinnustöðum, túlkun og aðra sérhæfða þjónustu. (1)Heimild: Fátækt og félagslegar aðstæður öryrkja. Höfundar: Rannveig Traustadóttir, Kristín Björnsdóttir, James Rice, Knútur Birgisson og Eiríkur Karl Ólafsson Smith Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Að vera öryrki er hugtak sem erfitt er að útskýra. Örorka er afleiðing slysa eða sjúkdóma sem viðkomandi hefur orðið fyrir á lífsleiðinni. Það að verða öryrki er langt og flókið ferli. Ef viðkomandi er á vinnumarkaði við slys fær hann laun í veikindaleyfi samkvæmt samningi þess verkalýðsfélags sem hann er í. Veikindalaun greiðast eftir áunnum réttindum, en því næst fær hann greitt frá sjúkrasjóði síns stéttarfélags. Mismunandi er hvað þær greiðslur berast lengi, en yfirleitt ekki meira en ár. Því næst fer fram mat á því hvort viðkomandi geti farið í endurhæfingu sem er líkleg til að skila árangri. Ef svo er þá er sótt um endurhæfingarlífeyri, annars er sótt um örorkulífeyri. Viðkomandi getur einnig farið í örorkumat hjá lífeyrissjóði sínum. Örorkumat byggist einvörðungu á læknisfræðilegu mati. Í rannsókn á fátækt og félagslegri aðstoð kemur fram að örorkumat „…er þó ekki endanlegt eða gert í eitt skipti fyrir öll og margir þátttakendur lýstu síendurteknu mati og endurmati á ástandi sínu og örorku". (1) Rýr afraksturUpphæð örorkulífeyris almannatrygginga nú fyrir mann sem fær fyrsta örorku- eða endurhæfingarlífeyrismat fjörutíu ára og býr einn er 203.005 krónur fyrir skatt ef hann er ekki með neinar aðrar tekjur. Aðrar tekjur skerða þessa upphæð. Tekjuskattur af þessu er 75.802 kr. og persónuafsláttur (100%) er 46.532 kr. Til útborgunar er þá 173.735 kr. Ef viðkomandi býr með öðrum fullorðnum er upphæðin 156.153 kr. á mánuði eftir skatt. Þetta er nú allur afraksturinn af því að vera öryrki, fyrir utan það að þurfa að burðast með veikindi eða fötlun það sem eftir er af lífinu. Ýmis viðbótarútgjöld eru þessu fylgjandi t.d. lyfjakostnaður sem oft á tíðum getur verið mjög mikill og hjálpartæki svo sem sérsmíðaðir skór, spelkur, bakbelti og sérhönnuð rúm auk fjölda annarra útgjalda sem geta fylgt sjúkdómum eða fötlun. Flestir þeir öryrkjar ef ekki allir sem ég þekki, þekki ég þó nokkra, vilja glaðir vinna, en margir eru það illa staddir líkamlega eða andlega að þeir hafa enga starfsorku. Til að fleiri öryrkjar geti verið á vinnumarkaði þarf atvinnulífið að koma til móts við fólk með skerðingar og/eða skerta starfsorku, bjóða upp á hlutastörf, sveigjanlegan vinnutíma og bætt aðgengi á vinnustöðum. Ríkið þarf að taka að sér að greiða að fullu fyrir hjálpartæki á vinnustöðum, túlkun og aðra sérhæfða þjónustu. (1)Heimild: Fátækt og félagslegar aðstæður öryrkja. Höfundar: Rannveig Traustadóttir, Kristín Björnsdóttir, James Rice, Knútur Birgisson og Eiríkur Karl Ólafsson Smith
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun