Hvatning til kennara Ragnar Halldórsson skrifar 4. september 2012 06:00 Kennarar þurfa hvatningu og þakklæti eins og aðrir. Að fá jákvæð viðbrögð við góðri frammistöðu til að gera sitt besta. En þetta gleymist því miður allt of oft. Skólar eru mikilvægari en bankar því innihald þeirra verður ekki metið til fjár. Og kennarar eru stjórnendurnir í skólastofunni. Með hörkudugnaði og hæfileikum tekst þeim að gera lítil kraftaverk á hverjum einasta degi. Enda má segja að hvert einasta námsbarn sé lítið undur sem bíður eftir því að verða uppgötvað. Og þess vegna er starf kennarans svo gríðarlega mikilvægt. Góðir kennarar eiga stóran þátt í bjartri framtíð nemenda sinna og þjóðfélagsins í leiðinni. Þeir geta laðað fram það besta í börnum, komið auga á hæfileika sem ekki njóta sín til fulls, hjálpað þeim sem fá lítinn stuðning heima hjá sér til að blómstra og átt þátt í að skapandi hugsun barna nái fullum þroska. Tilfinningar og skoðanirEitt það besta sem barn lærir er að tjá tilfinningar sínar og skoðanir. Að ná tengslum við tilfinningar sínar og tjá þær. Að hafa skoðanir og kunna að rökstyðja þær. Og þess vegna hvet ég kennara til þess að örva börn til að tjá skoðanir sínar – og rökstyðja þær. Að standa glöð upp úr stólnum við skólaborðið – eða glaðbeitt uppi við töflu – og tjá skoðanir sínar og tilfinningar fyrir bekknum og kennaranum. Til að varpa ljósi á hvernig þeim líður. Og rökstyðja skoðanir sínar. Hve mörg börn á Íslandi skyldu brenna inni með tilfinningar sínar með einum eða öðrum hætti? Hve mörg börn skyldi vanta einhvern sem hefur góðan tíma til að hlusta á skoðanir þeirra og hvernig þeim líður? Og: Hvaða afleiðingar skyldi þetta hafa á velferð og heilsu þessara barna? Heima hlusta þau á fullorðna fólkið segja þeim eitthvað. Í sjónvarpinu er eintal í eina átt. Þar – eins og annars staðar – eru allir að segja þeim eitthvað. Í skólanum eru kennararnir að segja þeim eitthvað allan daginn. Úti í þjóðfélaginu mæta þau fólki sem segir þeim hitt og þetta. En afar fáir eða engir hlusta á þau. Að segja ekkertÉg gæti trúað að allt of mörg íslensk börn fari í gegnum hvern einasta dag nánast þegjandi. Án þess að segja neitt. Varla aukatekið orð. En lifa á sama tíma í umhverfi sem er alltaf að segja þeim eitthvað. Án þess að hlusta á þau. Umhverfi sem beinir sífellt spjótum sínum að þeim. Í sjónvarpinu. Á heimilinu. Í skólanum. Í þjóðfélaginu. Barn sem hefur lært að tjá tilfinningar sínar og skoðanir feimnislaust og á rökvísan hátt hefur lært annað mjög dýrmætt: Sjálfsaga. Sem er undirstaða alls aga. Og líka: Rökhugsun – sjálfsvirðingu – sjálfstraust og virðingu gagnvart öðrum. Sem minnkar til muna líkurnar á því að þetta barn brenni inni með tilfinningar sínar. Börn sem læra rökhugsun læra samræðuhæfni. Og í leiðinni læra þau að byggja upp sjálfstraust og sjálfsaga – sem er undirstaða alls annars aga. Börn sem læra að tjá sig læra þannig að bera virðingu fyrir eigin tilfinningum og tilfinningum annarra. Þau læra að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum og virða skoðanir annarra. Hvers vegna?Og með því að þjálfa börn í skóla að tjá skoðanir sínar og rökstyðja þær vinnst ekki einungis rökhugsun, samræðuhæfni, sjálfstraust, sjálfsvirðing, sjálfsagi, almennur agi og virðing gagnvart öðrum heldur stuðlar slík hæfni smám saman að því að koma í veg fyrir, lækna og leysa stóran hluta af félagslegum vandamálum í þjóðfélaginu. Því hver skyldi vera stærsti orsakavaldur margra skæðustu félagslegu vandamála þjóðfélagsins? Þegar fólk brennur inni með skoðanir sínar og tilfinningar. Því fólki sem brennur inni með skoðanir sínar og tilfinningar líður oftast mjög illa. Því hvet ég hina frábæru, ósérhlífnu og þjóðfélagslega lífsnauðsynlegu stétt kennara til að örva börnin í bekknum til að tjá líðan sína og skoðanir. Og kenna börnunum að gefa ástæður fyrir líðan sinni. Og rök fyrir skoðunum sínum. Til dæmis með því að svara spurningunni: Hvers vegna? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Kennarar þurfa hvatningu og þakklæti eins og aðrir. Að fá jákvæð viðbrögð við góðri frammistöðu til að gera sitt besta. En þetta gleymist því miður allt of oft. Skólar eru mikilvægari en bankar því innihald þeirra verður ekki metið til fjár. Og kennarar eru stjórnendurnir í skólastofunni. Með hörkudugnaði og hæfileikum tekst þeim að gera lítil kraftaverk á hverjum einasta degi. Enda má segja að hvert einasta námsbarn sé lítið undur sem bíður eftir því að verða uppgötvað. Og þess vegna er starf kennarans svo gríðarlega mikilvægt. Góðir kennarar eiga stóran þátt í bjartri framtíð nemenda sinna og þjóðfélagsins í leiðinni. Þeir geta laðað fram það besta í börnum, komið auga á hæfileika sem ekki njóta sín til fulls, hjálpað þeim sem fá lítinn stuðning heima hjá sér til að blómstra og átt þátt í að skapandi hugsun barna nái fullum þroska. Tilfinningar og skoðanirEitt það besta sem barn lærir er að tjá tilfinningar sínar og skoðanir. Að ná tengslum við tilfinningar sínar og tjá þær. Að hafa skoðanir og kunna að rökstyðja þær. Og þess vegna hvet ég kennara til þess að örva börn til að tjá skoðanir sínar – og rökstyðja þær. Að standa glöð upp úr stólnum við skólaborðið – eða glaðbeitt uppi við töflu – og tjá skoðanir sínar og tilfinningar fyrir bekknum og kennaranum. Til að varpa ljósi á hvernig þeim líður. Og rökstyðja skoðanir sínar. Hve mörg börn á Íslandi skyldu brenna inni með tilfinningar sínar með einum eða öðrum hætti? Hve mörg börn skyldi vanta einhvern sem hefur góðan tíma til að hlusta á skoðanir þeirra og hvernig þeim líður? Og: Hvaða afleiðingar skyldi þetta hafa á velferð og heilsu þessara barna? Heima hlusta þau á fullorðna fólkið segja þeim eitthvað. Í sjónvarpinu er eintal í eina átt. Þar – eins og annars staðar – eru allir að segja þeim eitthvað. Í skólanum eru kennararnir að segja þeim eitthvað allan daginn. Úti í þjóðfélaginu mæta þau fólki sem segir þeim hitt og þetta. En afar fáir eða engir hlusta á þau. Að segja ekkertÉg gæti trúað að allt of mörg íslensk börn fari í gegnum hvern einasta dag nánast þegjandi. Án þess að segja neitt. Varla aukatekið orð. En lifa á sama tíma í umhverfi sem er alltaf að segja þeim eitthvað. Án þess að hlusta á þau. Umhverfi sem beinir sífellt spjótum sínum að þeim. Í sjónvarpinu. Á heimilinu. Í skólanum. Í þjóðfélaginu. Barn sem hefur lært að tjá tilfinningar sínar og skoðanir feimnislaust og á rökvísan hátt hefur lært annað mjög dýrmætt: Sjálfsaga. Sem er undirstaða alls aga. Og líka: Rökhugsun – sjálfsvirðingu – sjálfstraust og virðingu gagnvart öðrum. Sem minnkar til muna líkurnar á því að þetta barn brenni inni með tilfinningar sínar. Börn sem læra rökhugsun læra samræðuhæfni. Og í leiðinni læra þau að byggja upp sjálfstraust og sjálfsaga – sem er undirstaða alls annars aga. Börn sem læra að tjá sig læra þannig að bera virðingu fyrir eigin tilfinningum og tilfinningum annarra. Þau læra að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum og virða skoðanir annarra. Hvers vegna?Og með því að þjálfa börn í skóla að tjá skoðanir sínar og rökstyðja þær vinnst ekki einungis rökhugsun, samræðuhæfni, sjálfstraust, sjálfsvirðing, sjálfsagi, almennur agi og virðing gagnvart öðrum heldur stuðlar slík hæfni smám saman að því að koma í veg fyrir, lækna og leysa stóran hluta af félagslegum vandamálum í þjóðfélaginu. Því hver skyldi vera stærsti orsakavaldur margra skæðustu félagslegu vandamála þjóðfélagsins? Þegar fólk brennur inni með skoðanir sínar og tilfinningar. Því fólki sem brennur inni með skoðanir sínar og tilfinningar líður oftast mjög illa. Því hvet ég hina frábæru, ósérhlífnu og þjóðfélagslega lífsnauðsynlegu stétt kennara til að örva börnin í bekknum til að tjá líðan sína og skoðanir. Og kenna börnunum að gefa ástæður fyrir líðan sinni. Og rök fyrir skoðunum sínum. Til dæmis með því að svara spurningunni: Hvers vegna?
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun