Erlent

Kókaíndrottning Kólombíu skotin til bana í Medellin

Griselda Blanco sem kölluð hefur verið kókaíndrottning Kólombíu var skotin til bana á götu úti í borginni Medellin í gærdag.

Griselda náði 69 ára aldri en hún er þekkt í sögunni fyrir að hafa verið fyrsti glæpamaðurinn sem smyglaði kókaíni í miklu magni til Bandaríkjanna á áttunda og níunda áratug síðustu aldar.

Hún hlaut að lokum 20 ára fangelsisdóm fyrir glæpi sína í Bandaríkjunum en var síðan rekin úr landi til Kólombíu árið 2004.

Griselda hafði orð á sér fyrir mikla hörku í glæpastarfsemi sinni og er talin hafa komið tugum af keppinautum sínum fyrir kattarnef á ferlinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×