Bréf til Össurar Jón Kalman Stefánsson skrifar 15. febrúar 2012 06:00 Kæri Össur, á hverri klukkustund látast 300 börn af völdum vannæringar í heiminum. Það er eins og hvert einasta barn í 25 leikskólum Reykjavíkur myndi deyja í dag – og þá er nóttin eftir. Vannæring hefur verið kölluð þögli morðinginn, um 2,6 milljónir barna deyja ár hvert af hennar sökum, það eru líklega fimm sinnum fleiri börn en í allri Danmörku. Svolítið erfitt fyrir okkur að ná utan um þetta, hér er offita og útlitsdýrkun eitt helsta vandamálið, ef eitthvert tímaritið vill selja vel, slær það manneskju upp á forsíðu sem hefur náð af sér 50 kílóum. Það eru hversdagshetjur okkar. Hversdagshetjurnar í Eþíópíu, Pakistan, Bangladess eru þær sem komast í gegnum daginn án þess að deyja úr hungri. 7.200 börn munu ekki komast lifandi gegnum þennan miðvikudag. Erfitt að ná utan um þessar tölur? Hvað þá þessar: 170 milljón börn eru vannærð í heiminum – tvöfaldur íbúafjöldi Þýskalands – þau hafa aldrei fengið fullnægjandi næringu, þar af leiðandi ekki náð að þroskast eðlilega, hvorki líkamlega né andlega, og eru því á allan hátt vanbúnari að takast á við lífsbaráttuna. Það er grimmilegt að dæma næstum 200 milljón börn til vannæringar, og líka grimmilegur kostnaður fyrir hagkerfi heimsins, hann er áætlaður um 121 milljarður Bandaríkjadala. Össur, ef við bregðumst ekki umsvifalaust við þessu vandamáli, og af öllu afli, þá vex það og fjöldi hinna vannærðu fimmfaldast á næstu 15 árum. Umhyggja okkar fyrir hagkerfi heimsins, þar með eigin buddu, ætti ein og sér duga til að vekja okkur. Kæri Össur, Ísland er fámennt land, en í þessu máli eru til einfaldar leiðir; hér þarf í raun lítið til að gera mikið. Eina sem þarf er vilji. Þú átt til skaphita, kraft, af hverju nýtirðu það ekki, stígur fram á svið heimsins og gerir Ísland að forystulandi í baráttunni gegn vannæringunni, hinum þögla barnamorðingja? Ég efast ekki um góðan vilja þinn, samúð þína, en hvaða gagn er að góðum vilja, góðum orðum og yfirlýsingum, ef þeim fylgja engar athafnir? Össur, þetta er kapphlaup við dauðann – 10 börn létust meðan þú last þetta bréf. Við hljótum því báðir að spyrja okkur: Hvaða gagn er að stjórnmálamönnum ef þeir reyna ekki af afli síns hjarta að bjarga lífum barna? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Kæri Össur, á hverri klukkustund látast 300 börn af völdum vannæringar í heiminum. Það er eins og hvert einasta barn í 25 leikskólum Reykjavíkur myndi deyja í dag – og þá er nóttin eftir. Vannæring hefur verið kölluð þögli morðinginn, um 2,6 milljónir barna deyja ár hvert af hennar sökum, það eru líklega fimm sinnum fleiri börn en í allri Danmörku. Svolítið erfitt fyrir okkur að ná utan um þetta, hér er offita og útlitsdýrkun eitt helsta vandamálið, ef eitthvert tímaritið vill selja vel, slær það manneskju upp á forsíðu sem hefur náð af sér 50 kílóum. Það eru hversdagshetjur okkar. Hversdagshetjurnar í Eþíópíu, Pakistan, Bangladess eru þær sem komast í gegnum daginn án þess að deyja úr hungri. 7.200 börn munu ekki komast lifandi gegnum þennan miðvikudag. Erfitt að ná utan um þessar tölur? Hvað þá þessar: 170 milljón börn eru vannærð í heiminum – tvöfaldur íbúafjöldi Þýskalands – þau hafa aldrei fengið fullnægjandi næringu, þar af leiðandi ekki náð að þroskast eðlilega, hvorki líkamlega né andlega, og eru því á allan hátt vanbúnari að takast á við lífsbaráttuna. Það er grimmilegt að dæma næstum 200 milljón börn til vannæringar, og líka grimmilegur kostnaður fyrir hagkerfi heimsins, hann er áætlaður um 121 milljarður Bandaríkjadala. Össur, ef við bregðumst ekki umsvifalaust við þessu vandamáli, og af öllu afli, þá vex það og fjöldi hinna vannærðu fimmfaldast á næstu 15 árum. Umhyggja okkar fyrir hagkerfi heimsins, þar með eigin buddu, ætti ein og sér duga til að vekja okkur. Kæri Össur, Ísland er fámennt land, en í þessu máli eru til einfaldar leiðir; hér þarf í raun lítið til að gera mikið. Eina sem þarf er vilji. Þú átt til skaphita, kraft, af hverju nýtirðu það ekki, stígur fram á svið heimsins og gerir Ísland að forystulandi í baráttunni gegn vannæringunni, hinum þögla barnamorðingja? Ég efast ekki um góðan vilja þinn, samúð þína, en hvaða gagn er að góðum vilja, góðum orðum og yfirlýsingum, ef þeim fylgja engar athafnir? Össur, þetta er kapphlaup við dauðann – 10 börn létust meðan þú last þetta bréf. Við hljótum því báðir að spyrja okkur: Hvaða gagn er að stjórnmálamönnum ef þeir reyna ekki af afli síns hjarta að bjarga lífum barna?
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar