Romney reynir að bjarga sér 24. ágúst 2012 04:00 Forsetaefni Repúblikanaflokksins hugsar málin. nordicphotos/AFP Mitt Romney, forsetaefni Repúblikanaflokksins, reynir nú að beina athygli kjósenda að efnahagsmálunum og lofar þremur milljónum nýrra starfa, meðal annars með því að heimila boranir eftir olíu á fleiri svæðum út af strönd Virginíu og Norður-Kaliforníu. Kosningaúrslit í báðum þessum ríkjum geta skipt miklu máli um það hvort Romney nær að vinna sigur á Barack Obama í forsetakosningunum, sem haldnar verða í byrjun nóvember. Romney hefur átt í vök að verjast alla vikuna. Hann hefur þurft að verja ákvörðun sína um að gera Paul Ryan að varaforsetaefni sínu, en Ryan vill ganga enn lengra en Romney í niðurskurði til velferðarmála. Þá hafa undarleg ummæli flokksbróður þeirra, Todds Akin, um fóstureyðingar og nauðganir komið Romney illa, ekki síst vegna þess að Ryan hefur að nokkru tekið undir svipuð sjónarmið og Akin. Akin fullyrti í sjónvarpsviðtali að fórnarlamb nauðgana eigi ekki að fá greitt úr ríkissjóði fyrir fóstureyðingu, og rökstuddi það með því að konur geti varla orðið barnshafandi af völdum nauðgana. Obama hefur óspart notfært sér þetta mál, meðal annars með því að segja að Akin, sem situr í vísindanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hafi örugglega misst af einhverjum kennslustundum í vísindagreinum. Obama sagði þetta reyndar dæmigert fyrir repúblikana, sem vilja „fara afturábak frekar en áfram og standa í baráttu sem við héldum að hefði verið útkljáð fyrir tuttugu eða þrjátíu árum.“ Annars hefur fréttaflutningur af kosningabaráttunni í Bandaríkjunum verið neikvæðari gagnvart frambjóðendunum en þekkst hefur áratugum saman, samkvæmt nýrri könnun frá Pew-rannsóknarstofnuninni. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar hafa 72 prósent frétta af Obama verið neikvæðar, en 71 prósent af Romney, þannig að lítill munur er á þeim hvað þetta varðar. Um Obama er oftast sagt að honum hafi ekki tekist að koma efnahagslífi landsins á skrið eftir kreppu síðustu ára, en um Romney er oftast sagt að hann sé málsvari auðvaldsins og hafi hagnast á því að rústa fyrirtæki. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Fleiri fréttir Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Sjá meira
Mitt Romney, forsetaefni Repúblikanaflokksins, reynir nú að beina athygli kjósenda að efnahagsmálunum og lofar þremur milljónum nýrra starfa, meðal annars með því að heimila boranir eftir olíu á fleiri svæðum út af strönd Virginíu og Norður-Kaliforníu. Kosningaúrslit í báðum þessum ríkjum geta skipt miklu máli um það hvort Romney nær að vinna sigur á Barack Obama í forsetakosningunum, sem haldnar verða í byrjun nóvember. Romney hefur átt í vök að verjast alla vikuna. Hann hefur þurft að verja ákvörðun sína um að gera Paul Ryan að varaforsetaefni sínu, en Ryan vill ganga enn lengra en Romney í niðurskurði til velferðarmála. Þá hafa undarleg ummæli flokksbróður þeirra, Todds Akin, um fóstureyðingar og nauðganir komið Romney illa, ekki síst vegna þess að Ryan hefur að nokkru tekið undir svipuð sjónarmið og Akin. Akin fullyrti í sjónvarpsviðtali að fórnarlamb nauðgana eigi ekki að fá greitt úr ríkissjóði fyrir fóstureyðingu, og rökstuddi það með því að konur geti varla orðið barnshafandi af völdum nauðgana. Obama hefur óspart notfært sér þetta mál, meðal annars með því að segja að Akin, sem situr í vísindanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hafi örugglega misst af einhverjum kennslustundum í vísindagreinum. Obama sagði þetta reyndar dæmigert fyrir repúblikana, sem vilja „fara afturábak frekar en áfram og standa í baráttu sem við héldum að hefði verið útkljáð fyrir tuttugu eða þrjátíu árum.“ Annars hefur fréttaflutningur af kosningabaráttunni í Bandaríkjunum verið neikvæðari gagnvart frambjóðendunum en þekkst hefur áratugum saman, samkvæmt nýrri könnun frá Pew-rannsóknarstofnuninni. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar hafa 72 prósent frétta af Obama verið neikvæðar, en 71 prósent af Romney, þannig að lítill munur er á þeim hvað þetta varðar. Um Obama er oftast sagt að honum hafi ekki tekist að koma efnahagslífi landsins á skrið eftir kreppu síðustu ára, en um Romney er oftast sagt að hann sé málsvari auðvaldsins og hafi hagnast á því að rústa fyrirtæki. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Fleiri fréttir Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Sjá meira