Romney reynir að bjarga sér 24. ágúst 2012 04:00 Forsetaefni Repúblikanaflokksins hugsar málin. nordicphotos/AFP Mitt Romney, forsetaefni Repúblikanaflokksins, reynir nú að beina athygli kjósenda að efnahagsmálunum og lofar þremur milljónum nýrra starfa, meðal annars með því að heimila boranir eftir olíu á fleiri svæðum út af strönd Virginíu og Norður-Kaliforníu. Kosningaúrslit í báðum þessum ríkjum geta skipt miklu máli um það hvort Romney nær að vinna sigur á Barack Obama í forsetakosningunum, sem haldnar verða í byrjun nóvember. Romney hefur átt í vök að verjast alla vikuna. Hann hefur þurft að verja ákvörðun sína um að gera Paul Ryan að varaforsetaefni sínu, en Ryan vill ganga enn lengra en Romney í niðurskurði til velferðarmála. Þá hafa undarleg ummæli flokksbróður þeirra, Todds Akin, um fóstureyðingar og nauðganir komið Romney illa, ekki síst vegna þess að Ryan hefur að nokkru tekið undir svipuð sjónarmið og Akin. Akin fullyrti í sjónvarpsviðtali að fórnarlamb nauðgana eigi ekki að fá greitt úr ríkissjóði fyrir fóstureyðingu, og rökstuddi það með því að konur geti varla orðið barnshafandi af völdum nauðgana. Obama hefur óspart notfært sér þetta mál, meðal annars með því að segja að Akin, sem situr í vísindanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hafi örugglega misst af einhverjum kennslustundum í vísindagreinum. Obama sagði þetta reyndar dæmigert fyrir repúblikana, sem vilja „fara afturábak frekar en áfram og standa í baráttu sem við héldum að hefði verið útkljáð fyrir tuttugu eða þrjátíu árum.“ Annars hefur fréttaflutningur af kosningabaráttunni í Bandaríkjunum verið neikvæðari gagnvart frambjóðendunum en þekkst hefur áratugum saman, samkvæmt nýrri könnun frá Pew-rannsóknarstofnuninni. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar hafa 72 prósent frétta af Obama verið neikvæðar, en 71 prósent af Romney, þannig að lítill munur er á þeim hvað þetta varðar. Um Obama er oftast sagt að honum hafi ekki tekist að koma efnahagslífi landsins á skrið eftir kreppu síðustu ára, en um Romney er oftast sagt að hann sé málsvari auðvaldsins og hafi hagnast á því að rústa fyrirtæki. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Mitt Romney, forsetaefni Repúblikanaflokksins, reynir nú að beina athygli kjósenda að efnahagsmálunum og lofar þremur milljónum nýrra starfa, meðal annars með því að heimila boranir eftir olíu á fleiri svæðum út af strönd Virginíu og Norður-Kaliforníu. Kosningaúrslit í báðum þessum ríkjum geta skipt miklu máli um það hvort Romney nær að vinna sigur á Barack Obama í forsetakosningunum, sem haldnar verða í byrjun nóvember. Romney hefur átt í vök að verjast alla vikuna. Hann hefur þurft að verja ákvörðun sína um að gera Paul Ryan að varaforsetaefni sínu, en Ryan vill ganga enn lengra en Romney í niðurskurði til velferðarmála. Þá hafa undarleg ummæli flokksbróður þeirra, Todds Akin, um fóstureyðingar og nauðganir komið Romney illa, ekki síst vegna þess að Ryan hefur að nokkru tekið undir svipuð sjónarmið og Akin. Akin fullyrti í sjónvarpsviðtali að fórnarlamb nauðgana eigi ekki að fá greitt úr ríkissjóði fyrir fóstureyðingu, og rökstuddi það með því að konur geti varla orðið barnshafandi af völdum nauðgana. Obama hefur óspart notfært sér þetta mál, meðal annars með því að segja að Akin, sem situr í vísindanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hafi örugglega misst af einhverjum kennslustundum í vísindagreinum. Obama sagði þetta reyndar dæmigert fyrir repúblikana, sem vilja „fara afturábak frekar en áfram og standa í baráttu sem við héldum að hefði verið útkljáð fyrir tuttugu eða þrjátíu árum.“ Annars hefur fréttaflutningur af kosningabaráttunni í Bandaríkjunum verið neikvæðari gagnvart frambjóðendunum en þekkst hefur áratugum saman, samkvæmt nýrri könnun frá Pew-rannsóknarstofnuninni. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar hafa 72 prósent frétta af Obama verið neikvæðar, en 71 prósent af Romney, þannig að lítill munur er á þeim hvað þetta varðar. Um Obama er oftast sagt að honum hafi ekki tekist að koma efnahagslífi landsins á skrið eftir kreppu síðustu ára, en um Romney er oftast sagt að hann sé málsvari auðvaldsins og hafi hagnast á því að rústa fyrirtæki. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira