ESB undirbýr refsiaðgerðir gegn Sýrlandi 9. febrúar 2012 06:45 Á hverjum degi eru borin til grafar karlar, konur og börn sem látist hafa af völdum árása stjórnarhersins. Fréttablaðið/AP Rússar vilja reyna að koma á viðræðum milli stjórnar og uppreisnarmanna í Sýrlandi. Nýjar refsiaðgerðir gegn Sýrlandsstjórn eru í smíðum. Evrópusambandið hyggst herða refsiaðgerðir gegn Sýrlandi. Rússar reyna hins vegar að koma á sáttaviðræðum milli varaforseta landsins og uppreisnarmanna. Harðar loftárásir stjórnarhersins á borgina Homs héldu áfram í gær og kostuðu tugi manns lífið, að sögn uppreisnarmanna sem hafa komið sér upp hersveitum, að hluta skipuðum liðhlaupum úr stjórnarhernum. „Í beggja röðum eru menn sem stefna að vopnuðum átökum, ekki samræðum,“ sagði Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sem hitti Bashar al-Assad Sýrlandsforseta í Damaskus á þriðjudag. Lavrov sagði bæði stjórnvöld og uppreisnarmenn eiga sök á átökunum, sem samkvæmt samantekt Sameinuðu þjóðanna hafa kostað hátt á sjötta þúsund manns lífið undanfarna mánuði. Lavrov var kominn aftur til Moskvu í gær og sagði þar að Farouk al-Sharra, varaforseti Sýrlands, hafi fengið það hlutverk að ræða við fulltrúa uppreisnarmanna, ef rússneskum stjórnvöldum tekst að koma á slíkum viðræðum. Bandaríkin og fleiri Vesturlönd hafa harðlega gagnrýnt ákvörðun Rússa og Kínverja um að beita neitunarvaldi í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna fyrr í vikunni, þegar þar var til afgreiðslu ályktun sem beint var gegn Assad forseta og stjórn hans. Vladimír Pútín, forsætisráðherra Rússlands, sagði hins vegar í gær að utanaðkomandi öfl eigi að láta Sýrlendinga um að leysa ágreininginn sín á milli, án afskipta annarra. „Við eigum ekki að haga okkur eins og naut í postulínsbúð,“ sagði Pútín. Embættismenn Evrópusambandsins segja hins vegar að nýju refsiaðgerðirnar eigi að veikja stöðu Sýrlandsstjórnar. Til greina komi að banna flug milli Sýrlands og Evrópuríkja og banna viðskipti við Seðlabanka Sýrlands. Navi Pillay, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, hvatti þjóðir heims til að grípa strax til aðgerða til að stöðva blóðbaðið í Sýrlandi. Ástandið er langverst í Homs, sem er þriðja stærsta borg landsins. Þar hafa uppreisnarmenn verið einna öflugastir allt frá því mótmælin gegn Assad og stjórn hans hófust snemma á síðasta ári. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira
Rússar vilja reyna að koma á viðræðum milli stjórnar og uppreisnarmanna í Sýrlandi. Nýjar refsiaðgerðir gegn Sýrlandsstjórn eru í smíðum. Evrópusambandið hyggst herða refsiaðgerðir gegn Sýrlandi. Rússar reyna hins vegar að koma á sáttaviðræðum milli varaforseta landsins og uppreisnarmanna. Harðar loftárásir stjórnarhersins á borgina Homs héldu áfram í gær og kostuðu tugi manns lífið, að sögn uppreisnarmanna sem hafa komið sér upp hersveitum, að hluta skipuðum liðhlaupum úr stjórnarhernum. „Í beggja röðum eru menn sem stefna að vopnuðum átökum, ekki samræðum,“ sagði Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sem hitti Bashar al-Assad Sýrlandsforseta í Damaskus á þriðjudag. Lavrov sagði bæði stjórnvöld og uppreisnarmenn eiga sök á átökunum, sem samkvæmt samantekt Sameinuðu þjóðanna hafa kostað hátt á sjötta þúsund manns lífið undanfarna mánuði. Lavrov var kominn aftur til Moskvu í gær og sagði þar að Farouk al-Sharra, varaforseti Sýrlands, hafi fengið það hlutverk að ræða við fulltrúa uppreisnarmanna, ef rússneskum stjórnvöldum tekst að koma á slíkum viðræðum. Bandaríkin og fleiri Vesturlönd hafa harðlega gagnrýnt ákvörðun Rússa og Kínverja um að beita neitunarvaldi í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna fyrr í vikunni, þegar þar var til afgreiðslu ályktun sem beint var gegn Assad forseta og stjórn hans. Vladimír Pútín, forsætisráðherra Rússlands, sagði hins vegar í gær að utanaðkomandi öfl eigi að láta Sýrlendinga um að leysa ágreininginn sín á milli, án afskipta annarra. „Við eigum ekki að haga okkur eins og naut í postulínsbúð,“ sagði Pútín. Embættismenn Evrópusambandsins segja hins vegar að nýju refsiaðgerðirnar eigi að veikja stöðu Sýrlandsstjórnar. Til greina komi að banna flug milli Sýrlands og Evrópuríkja og banna viðskipti við Seðlabanka Sýrlands. Navi Pillay, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, hvatti þjóðir heims til að grípa strax til aðgerða til að stöðva blóðbaðið í Sýrlandi. Ástandið er langverst í Homs, sem er þriðja stærsta borg landsins. Þar hafa uppreisnarmenn verið einna öflugastir allt frá því mótmælin gegn Assad og stjórn hans hófust snemma á síðasta ári. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira