ESB undirbýr refsiaðgerðir gegn Sýrlandi 9. febrúar 2012 06:45 Á hverjum degi eru borin til grafar karlar, konur og börn sem látist hafa af völdum árása stjórnarhersins. Fréttablaðið/AP Rússar vilja reyna að koma á viðræðum milli stjórnar og uppreisnarmanna í Sýrlandi. Nýjar refsiaðgerðir gegn Sýrlandsstjórn eru í smíðum. Evrópusambandið hyggst herða refsiaðgerðir gegn Sýrlandi. Rússar reyna hins vegar að koma á sáttaviðræðum milli varaforseta landsins og uppreisnarmanna. Harðar loftárásir stjórnarhersins á borgina Homs héldu áfram í gær og kostuðu tugi manns lífið, að sögn uppreisnarmanna sem hafa komið sér upp hersveitum, að hluta skipuðum liðhlaupum úr stjórnarhernum. „Í beggja röðum eru menn sem stefna að vopnuðum átökum, ekki samræðum,“ sagði Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sem hitti Bashar al-Assad Sýrlandsforseta í Damaskus á þriðjudag. Lavrov sagði bæði stjórnvöld og uppreisnarmenn eiga sök á átökunum, sem samkvæmt samantekt Sameinuðu þjóðanna hafa kostað hátt á sjötta þúsund manns lífið undanfarna mánuði. Lavrov var kominn aftur til Moskvu í gær og sagði þar að Farouk al-Sharra, varaforseti Sýrlands, hafi fengið það hlutverk að ræða við fulltrúa uppreisnarmanna, ef rússneskum stjórnvöldum tekst að koma á slíkum viðræðum. Bandaríkin og fleiri Vesturlönd hafa harðlega gagnrýnt ákvörðun Rússa og Kínverja um að beita neitunarvaldi í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna fyrr í vikunni, þegar þar var til afgreiðslu ályktun sem beint var gegn Assad forseta og stjórn hans. Vladimír Pútín, forsætisráðherra Rússlands, sagði hins vegar í gær að utanaðkomandi öfl eigi að láta Sýrlendinga um að leysa ágreininginn sín á milli, án afskipta annarra. „Við eigum ekki að haga okkur eins og naut í postulínsbúð,“ sagði Pútín. Embættismenn Evrópusambandsins segja hins vegar að nýju refsiaðgerðirnar eigi að veikja stöðu Sýrlandsstjórnar. Til greina komi að banna flug milli Sýrlands og Evrópuríkja og banna viðskipti við Seðlabanka Sýrlands. Navi Pillay, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, hvatti þjóðir heims til að grípa strax til aðgerða til að stöðva blóðbaðið í Sýrlandi. Ástandið er langverst í Homs, sem er þriðja stærsta borg landsins. Þar hafa uppreisnarmenn verið einna öflugastir allt frá því mótmælin gegn Assad og stjórn hans hófust snemma á síðasta ári. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Rússar vilja reyna að koma á viðræðum milli stjórnar og uppreisnarmanna í Sýrlandi. Nýjar refsiaðgerðir gegn Sýrlandsstjórn eru í smíðum. Evrópusambandið hyggst herða refsiaðgerðir gegn Sýrlandi. Rússar reyna hins vegar að koma á sáttaviðræðum milli varaforseta landsins og uppreisnarmanna. Harðar loftárásir stjórnarhersins á borgina Homs héldu áfram í gær og kostuðu tugi manns lífið, að sögn uppreisnarmanna sem hafa komið sér upp hersveitum, að hluta skipuðum liðhlaupum úr stjórnarhernum. „Í beggja röðum eru menn sem stefna að vopnuðum átökum, ekki samræðum,“ sagði Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sem hitti Bashar al-Assad Sýrlandsforseta í Damaskus á þriðjudag. Lavrov sagði bæði stjórnvöld og uppreisnarmenn eiga sök á átökunum, sem samkvæmt samantekt Sameinuðu þjóðanna hafa kostað hátt á sjötta þúsund manns lífið undanfarna mánuði. Lavrov var kominn aftur til Moskvu í gær og sagði þar að Farouk al-Sharra, varaforseti Sýrlands, hafi fengið það hlutverk að ræða við fulltrúa uppreisnarmanna, ef rússneskum stjórnvöldum tekst að koma á slíkum viðræðum. Bandaríkin og fleiri Vesturlönd hafa harðlega gagnrýnt ákvörðun Rússa og Kínverja um að beita neitunarvaldi í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna fyrr í vikunni, þegar þar var til afgreiðslu ályktun sem beint var gegn Assad forseta og stjórn hans. Vladimír Pútín, forsætisráðherra Rússlands, sagði hins vegar í gær að utanaðkomandi öfl eigi að láta Sýrlendinga um að leysa ágreininginn sín á milli, án afskipta annarra. „Við eigum ekki að haga okkur eins og naut í postulínsbúð,“ sagði Pútín. Embættismenn Evrópusambandsins segja hins vegar að nýju refsiaðgerðirnar eigi að veikja stöðu Sýrlandsstjórnar. Til greina komi að banna flug milli Sýrlands og Evrópuríkja og banna viðskipti við Seðlabanka Sýrlands. Navi Pillay, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, hvatti þjóðir heims til að grípa strax til aðgerða til að stöðva blóðbaðið í Sýrlandi. Ástandið er langverst í Homs, sem er þriðja stærsta borg landsins. Þar hafa uppreisnarmenn verið einna öflugastir allt frá því mótmælin gegn Assad og stjórn hans hófust snemma á síðasta ári. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira