Er þjóðin bótaskyld vegna gjafakvótans? Gísli Tryggvason og Lýður Árnason skrifar 24. maí 2012 06:00 Núverandi kvótahafar hafa ítrekað smjattað á málsókn gegn ríkinu verði kvótinn innkallaður og honum úthlutað á ný með jafnræði og atvinnufrelsi allra að leiðarljósi. Þrátt fyrir að hafa einokað auðlindina og arðrænt sem hefur sýnt sig í glórulausri yfirveðsetningu, skuldasöfnun og afskriftum, kennitöluflakki og sýndargjörningum telja kvótahafar veiðiréttinn sína eign og bótaskylda sé hún af þeim tekin.Lögin skýr um þjóðareign Því er rétt að benda á eftirfarandi atriði: Í 1. gr. fiskveiðistjórnunarlaga stendur: „Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar.“ Þetta segja sumir fræðimenn marklaust því þjóð hafi enga kennitölu. Þarna verði að standa „ríkiseign“. Rökin eru að löggjafinn geti ekki ljáð „þjóðareign“ merkingu heldur megi aðeins notast við hugtök sem kennd hafa verið í lagadeildum. En samkvæmt þessu myndu nytjastofnar hafsins falla undir sama hatt og aðrar ríkiseignir og vera framseljanlegir sem ekki er ætlunin. Kjarninn í hugtakinu „þjóðareign“ er hins vegar ríkiseign eða almannaréttur – sem ekki má selja eða láta varanlega af hendi! Fyrirmyndin er fengin úr lögum um þjóðgarðinn á Þingvöllum, frá 1928: „Hið friðlýsta land skal vera [...] ævinleg eign íslensku þjóðarinnar. Það má aldrei selja eða veðsetja.“ Hugtakið á sér því stoð í íslenskum lögum – og í nýrri stjórnarskrá stjórnlagaráðs er þessa sérstaklega getið í 34. gr. frumvarpsins. Í sömu grein laga um stjórn fiskveiða frá 1990 stendur: „Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.“ Skýrara getur það vart orðið. Sumir vilja áskilja sér eignarrétt, ekki yfir nytjastofnunum sjálfum, heldur veiðiréttinum - en samkvæmt ofangreindu er það fráleitt þar sem sérstaklega er tekið fram í lögum að forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum sé afturkallanlegt. Og fleira er vert að nefna. Í lögum um samningsveð frá 1997 stendur í 4. mgr. 3. gr.: „Eigi er heimilt að veðsetja réttindi til nýtingar í atvinnurekstri, sem skráð eru opinberri skráningu á tiltekið fjárverðmæti og stjórnvöld úthluta lögum samkvæmt, t.d. aflahlutdeild fiskiskips [...].“ Ljóst er því að úthlutun almannagæða hefur verið seld og keypt í trássi við lög og vilja löggjafans. Hagsmunaaðilar hafa farið framhjá þessu með því að hengja aflahlutdeildina á fiskiskip og veðsetja skipið umfram virði og gert veiðiheimildir að markaðsvöru andstætt anda laganna.Dómar skýrir um forræði löggjafans f.h. þjóðarinnar Dæmi eru um að Hæstiréttur hafi staðfest heimild Alþingis til þess að afturkalla veitt leyfi og heimildir ef málefnaleg sjónarmið og jafnræði eru höfð að leiðarljósi. Nýlegt dæmi er úr dómi frá 27. september 2007 þar sem Hæstiréttur var einhuga um að leyfi, veitt Björgun ehf. til vinnslu á hafsbotni 1990, til 30 ára, hefði mátt afturkalla 14 árum síðar á grundvelli nýrra laga frá 2000.Auðlindaákvæði í nýrri stjórnarskrá Í nýrri stjórnarskrá stjórnlagaráðs segir í 1. og 4. mgr. 34. gr.: „Auðlindir í náttúru Íslands, sem ekki eru í einkaeigu, eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Enginn getur fengið auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja. [...] Stjórnvöld bera, ásamt þeim sem nýta auðlindirnar, ábyrgð á vernd þeirra. Stjórnvöld geta á grundvelli laga veitt leyfi til afnota eða hagnýtingar auðlinda eða annarra takmarkaðra almannagæða, gegn fullu gjaldi og til tiltekins hóflegs tíma í senn. Slík leyfi skal veita á jafnræðisgrundvelli og þau leiða aldrei til eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir auðlindunum.“ Þetta tekur af þann efa sem LÍÚ sáir meðal kjósenda og þingmanna.Lokaorð Samkvæmt ofangreindu hafa útgerðir, bankar og kaupendur kvóta hingað til sjálfir ákveðið viðskiptaforsendur, þ.e. ótímabundinn afnotarétt og yfirveðsetningu. Þeir hafa rekið sitt markaðstorg gegn anda lagaumgjarðar greinarinnar og búið til eigin sýndarheim. Málsókn af þeirra hálfu við innköllun kvóta er auðvitað sjálfsagður réttur þeirra en þann slag á þjóðin að taka og klára þetta deilumál í eitt skipti fyrir öll. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Núverandi kvótahafar hafa ítrekað smjattað á málsókn gegn ríkinu verði kvótinn innkallaður og honum úthlutað á ný með jafnræði og atvinnufrelsi allra að leiðarljósi. Þrátt fyrir að hafa einokað auðlindina og arðrænt sem hefur sýnt sig í glórulausri yfirveðsetningu, skuldasöfnun og afskriftum, kennitöluflakki og sýndargjörningum telja kvótahafar veiðiréttinn sína eign og bótaskylda sé hún af þeim tekin.Lögin skýr um þjóðareign Því er rétt að benda á eftirfarandi atriði: Í 1. gr. fiskveiðistjórnunarlaga stendur: „Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar.“ Þetta segja sumir fræðimenn marklaust því þjóð hafi enga kennitölu. Þarna verði að standa „ríkiseign“. Rökin eru að löggjafinn geti ekki ljáð „þjóðareign“ merkingu heldur megi aðeins notast við hugtök sem kennd hafa verið í lagadeildum. En samkvæmt þessu myndu nytjastofnar hafsins falla undir sama hatt og aðrar ríkiseignir og vera framseljanlegir sem ekki er ætlunin. Kjarninn í hugtakinu „þjóðareign“ er hins vegar ríkiseign eða almannaréttur – sem ekki má selja eða láta varanlega af hendi! Fyrirmyndin er fengin úr lögum um þjóðgarðinn á Þingvöllum, frá 1928: „Hið friðlýsta land skal vera [...] ævinleg eign íslensku þjóðarinnar. Það má aldrei selja eða veðsetja.“ Hugtakið á sér því stoð í íslenskum lögum – og í nýrri stjórnarskrá stjórnlagaráðs er þessa sérstaklega getið í 34. gr. frumvarpsins. Í sömu grein laga um stjórn fiskveiða frá 1990 stendur: „Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.“ Skýrara getur það vart orðið. Sumir vilja áskilja sér eignarrétt, ekki yfir nytjastofnunum sjálfum, heldur veiðiréttinum - en samkvæmt ofangreindu er það fráleitt þar sem sérstaklega er tekið fram í lögum að forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum sé afturkallanlegt. Og fleira er vert að nefna. Í lögum um samningsveð frá 1997 stendur í 4. mgr. 3. gr.: „Eigi er heimilt að veðsetja réttindi til nýtingar í atvinnurekstri, sem skráð eru opinberri skráningu á tiltekið fjárverðmæti og stjórnvöld úthluta lögum samkvæmt, t.d. aflahlutdeild fiskiskips [...].“ Ljóst er því að úthlutun almannagæða hefur verið seld og keypt í trássi við lög og vilja löggjafans. Hagsmunaaðilar hafa farið framhjá þessu með því að hengja aflahlutdeildina á fiskiskip og veðsetja skipið umfram virði og gert veiðiheimildir að markaðsvöru andstætt anda laganna.Dómar skýrir um forræði löggjafans f.h. þjóðarinnar Dæmi eru um að Hæstiréttur hafi staðfest heimild Alþingis til þess að afturkalla veitt leyfi og heimildir ef málefnaleg sjónarmið og jafnræði eru höfð að leiðarljósi. Nýlegt dæmi er úr dómi frá 27. september 2007 þar sem Hæstiréttur var einhuga um að leyfi, veitt Björgun ehf. til vinnslu á hafsbotni 1990, til 30 ára, hefði mátt afturkalla 14 árum síðar á grundvelli nýrra laga frá 2000.Auðlindaákvæði í nýrri stjórnarskrá Í nýrri stjórnarskrá stjórnlagaráðs segir í 1. og 4. mgr. 34. gr.: „Auðlindir í náttúru Íslands, sem ekki eru í einkaeigu, eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Enginn getur fengið auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja. [...] Stjórnvöld bera, ásamt þeim sem nýta auðlindirnar, ábyrgð á vernd þeirra. Stjórnvöld geta á grundvelli laga veitt leyfi til afnota eða hagnýtingar auðlinda eða annarra takmarkaðra almannagæða, gegn fullu gjaldi og til tiltekins hóflegs tíma í senn. Slík leyfi skal veita á jafnræðisgrundvelli og þau leiða aldrei til eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir auðlindunum.“ Þetta tekur af þann efa sem LÍÚ sáir meðal kjósenda og þingmanna.Lokaorð Samkvæmt ofangreindu hafa útgerðir, bankar og kaupendur kvóta hingað til sjálfir ákveðið viðskiptaforsendur, þ.e. ótímabundinn afnotarétt og yfirveðsetningu. Þeir hafa rekið sitt markaðstorg gegn anda lagaumgjarðar greinarinnar og búið til eigin sýndarheim. Málsókn af þeirra hálfu við innköllun kvóta er auðvitað sjálfsagður réttur þeirra en þann slag á þjóðin að taka og klára þetta deilumál í eitt skipti fyrir öll.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun