Enski boltinn

Cisse spilar ekki á Ólympíuleikunum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Papiss Cisse mun geta spilað með Newcastle í upphafi tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni þar sem hann var ekki á lista leikmanna sem valdir voru í lið Senegals fyrir Ólympíuleikana.

Forráðamenn knattspyrnusambands Senegal höfðu átt í viðræðum við Newcastle um að leyfa Cisse að spila á Ólympíuleikunum en varð ekki af ósk sinni, enda Newcastle-menn afar mótfallnir því að missa sóknarmanninn öfluga.

Cisse er 27 ára gamall og hefði því verið einn þeirra þriggja eldri leikmanna sem Senegal hefði teflt fram á leikunum. Dame N'Doye, leikmaður FC Kaupmannahafnar, er einn þeirra þriggja eldri leikmanna, sem og Mohamed Diami hjá West Ham.

Senegal mætir Bretlandi í fyrsta leik sínum á leikunum en í Úrúgvæ og Sameinuðu arabísku furstadæmin eru í sama riðli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×