Kynbundið ofbeldi er glæpur gegn mannkyninu Eygló Árnadóttir skrifar 29. nóvember 2012 08:00 Stór hluti kvenna í heiminum verður fyrir kynbundnu ofbeldi einhvern tímann á lífsleiðinni. Og ekki bara í Langtíburtistan. Í lok ársins 2010 voru birtar niðurstöður viðamikillar rannsóknar, sem unnin var fyrir félags- og tryggingamálaráðuneytið, sem gefa til kynna að yfir 40% íslenskra kvenna hafi einhvern tímann á ævinni orðið fyrir ofbeldi af höndum karlmanns. 4% svarenda sögðust svo hafa orðið fyrir einhvers konar ofbeldi, kynferðislegu og líkamlegu, af höndum karlmanns á þeim tólf mánuðum áður en rannsóknin var framkvæmd. Í niðurstöðum rannsóknarinnar kemur fram að þessar tölur jafngildi því að 44.097-48.716 konur á landsvísu hafi orðið fyrir ofbeldi einhvern tíma frá 16 ára aldri. Þegar litið er til þessara talna er erfitt að neita því að ofbeldi gegn konum sé kerfisbundið vandamál hér á landi. Þegar fjögur prósent kvenna segjast hafa orðið fyrir ofbeldi á árinu og hátt í helmingur verður fyrir ofbeldi á ævinni, þá er ekki hægt að halda því fram að ofbeldi gegn konum sé einstakur og afmarkaður glæpur einstaklings gegn einstaklingi. Nei, þessar tölur benda til þess að vandamálið sé kerfisbundið, að við búum í samfélagi þar sem einn helmingur þegnanna er reglulega beittur ofbeldi af hinum helmingnum. Þegar við lítum til kerfisbundins ofbeldis karla gegn konum læðist að okkur sá grunur að konum sé refsað fyrir að vera konur. Kona verður fyrir ofbeldi einungis af því að hún er kona. Víða er ofbeldi gegn konum ekki einu sinni skilgreint sem ofbeldi. Sums staðar er kynbundið ofbeldi gegn konum meira að segja talinn sjálfsagður réttur karlmanna – þeir hafa fullt frelsi til að gera það sem þeim sýnist við konur. Konur hafa engin völd eða rétt yfir eigin líkama og lífi. Og sums staðar er kynbundið ofbeldi gegn konum skilgreint sem ofbeldi, ekki gegn konunni sem fyrir því verður, heldur gegn körlunum sem hún tilheyrir. Með að vera nauðgað setur kona smánarblett á föður sinn, bræður og frændur. Stundum ákveða ættingjarnir að eina leiðin til að losna við smánarblettinn sé að losa sig við hina saurguðu konu, að drepa dætur sínar eða systur sem urðu brotaþolar nauðgara. Heiður fjölskyldunnar er ritaður á líkama kvenna. Og stundum er kynbundnu ofbeldi karla gegn konum beitt skipulega í stríði. Og þetta vopn er engu öðru líkt. Í fyrsta lagi vegna þess að því er ekki ætlað að drepa, eins og nánast öll önnur stríðsvopn sem eru hönnuð til að grisja óvinagarðinn. Í öðru lagi vegna þess að vopninu er ekki beint gegn líkömum þeirra sem ætlað er að verða fyrir högginu, körlunum í stríðinu. Í stað þess að drepa mótherjana, eru þeir svívirtir með því að nauðga konunum þeirra. Líkami kvenna verður vígvöllur í stríði karlmanna, og enginn pælir í manneskjunni sem í raun verður fyrir ofbeldinu. Ekki á meðan sú manneskja er kona. Allt ofbeldi er óásættanlegt, ómannúðlegt, alvarlegt og ömurlegt. En kerfisbundið kynbundið ofbeldi karla gegn konum er glæpur gegn mannkyninu. Daglega eru konur um allan heim beittar ofbeldi fyrir þá einu sök að þær eru konur, einungis vegna þess að þær hafa minni völd og minni tilverurétt en karlmenn í þeirri veröld sem við höfum skapað okkur. Kynbundið ofbeldi er einfaldlega allra augljósasta og grimmasta merki þess að konur þykja ómerkari verur en karlmenn. Kynbundið ofbeldi er eitt helsta efni jafnréttisbaráttunnar og helsti þröskuldur á vegi okkar í átt að réttlátum heimi og friði á jörð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Stór hluti kvenna í heiminum verður fyrir kynbundnu ofbeldi einhvern tímann á lífsleiðinni. Og ekki bara í Langtíburtistan. Í lok ársins 2010 voru birtar niðurstöður viðamikillar rannsóknar, sem unnin var fyrir félags- og tryggingamálaráðuneytið, sem gefa til kynna að yfir 40% íslenskra kvenna hafi einhvern tímann á ævinni orðið fyrir ofbeldi af höndum karlmanns. 4% svarenda sögðust svo hafa orðið fyrir einhvers konar ofbeldi, kynferðislegu og líkamlegu, af höndum karlmanns á þeim tólf mánuðum áður en rannsóknin var framkvæmd. Í niðurstöðum rannsóknarinnar kemur fram að þessar tölur jafngildi því að 44.097-48.716 konur á landsvísu hafi orðið fyrir ofbeldi einhvern tíma frá 16 ára aldri. Þegar litið er til þessara talna er erfitt að neita því að ofbeldi gegn konum sé kerfisbundið vandamál hér á landi. Þegar fjögur prósent kvenna segjast hafa orðið fyrir ofbeldi á árinu og hátt í helmingur verður fyrir ofbeldi á ævinni, þá er ekki hægt að halda því fram að ofbeldi gegn konum sé einstakur og afmarkaður glæpur einstaklings gegn einstaklingi. Nei, þessar tölur benda til þess að vandamálið sé kerfisbundið, að við búum í samfélagi þar sem einn helmingur þegnanna er reglulega beittur ofbeldi af hinum helmingnum. Þegar við lítum til kerfisbundins ofbeldis karla gegn konum læðist að okkur sá grunur að konum sé refsað fyrir að vera konur. Kona verður fyrir ofbeldi einungis af því að hún er kona. Víða er ofbeldi gegn konum ekki einu sinni skilgreint sem ofbeldi. Sums staðar er kynbundið ofbeldi gegn konum meira að segja talinn sjálfsagður réttur karlmanna – þeir hafa fullt frelsi til að gera það sem þeim sýnist við konur. Konur hafa engin völd eða rétt yfir eigin líkama og lífi. Og sums staðar er kynbundið ofbeldi gegn konum skilgreint sem ofbeldi, ekki gegn konunni sem fyrir því verður, heldur gegn körlunum sem hún tilheyrir. Með að vera nauðgað setur kona smánarblett á föður sinn, bræður og frændur. Stundum ákveða ættingjarnir að eina leiðin til að losna við smánarblettinn sé að losa sig við hina saurguðu konu, að drepa dætur sínar eða systur sem urðu brotaþolar nauðgara. Heiður fjölskyldunnar er ritaður á líkama kvenna. Og stundum er kynbundnu ofbeldi karla gegn konum beitt skipulega í stríði. Og þetta vopn er engu öðru líkt. Í fyrsta lagi vegna þess að því er ekki ætlað að drepa, eins og nánast öll önnur stríðsvopn sem eru hönnuð til að grisja óvinagarðinn. Í öðru lagi vegna þess að vopninu er ekki beint gegn líkömum þeirra sem ætlað er að verða fyrir högginu, körlunum í stríðinu. Í stað þess að drepa mótherjana, eru þeir svívirtir með því að nauðga konunum þeirra. Líkami kvenna verður vígvöllur í stríði karlmanna, og enginn pælir í manneskjunni sem í raun verður fyrir ofbeldinu. Ekki á meðan sú manneskja er kona. Allt ofbeldi er óásættanlegt, ómannúðlegt, alvarlegt og ömurlegt. En kerfisbundið kynbundið ofbeldi karla gegn konum er glæpur gegn mannkyninu. Daglega eru konur um allan heim beittar ofbeldi fyrir þá einu sök að þær eru konur, einungis vegna þess að þær hafa minni völd og minni tilverurétt en karlmenn í þeirri veröld sem við höfum skapað okkur. Kynbundið ofbeldi er einfaldlega allra augljósasta og grimmasta merki þess að konur þykja ómerkari verur en karlmenn. Kynbundið ofbeldi er eitt helsta efni jafnréttisbaráttunnar og helsti þröskuldur á vegi okkar í átt að réttlátum heimi og friði á jörð.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar