Innlent

Viðgerðarmenn á leið vestur

Viðgerðarmenn voru fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar vestur á firði í dag. Samkvæmt upplýsingum úr stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fór þyrlan í loftið á öðrum tímanum.

Eins og fram hefur komið eru veðurskilyrði á Vestfjörðum hreint ekki góð, þrátt fyrir að veður hafi tekið að lægja á svæðinu í dag.

Viðgerðarmennirnir verða fluttir á Flateyri og Ísafjörð en þeir munu freista þess að laga bilanir í farsímasendum.

Víða er ekkert GSM-samband vegna rafmagnsleysis á farsímasendum. Sem fyrr er landlínan öruggust og er fólki ráðlagt að verða sér út um snúrusíma sem kallar ekki hleðslu með rafhlöðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×