Björgunarsveitir á Vestfjörðum snúa sér að flugeldasölu - fengu pláss á Ísafirði 30. desember 2012 17:04 Flugeldasala Slysavarnafélagsins Landsbjargar hefur farið úr skorðum á Vestfjörðum vegna veðurofsans sem geisað hefur þar síðustu daga. Nú þegar veður tekur að lægja einblína björgunarsveitirnar á að koma sölunni í gang á ný eftir að hafa grafið samborgara sína úr fannferginu síðustu tvo sólarhringa. Björgunarfélag Ísafjarðar og Björgunarsveitin Tindar í Hnífsdal hafa síðustu ár staðið í sölu á flugeldum í sameiningu. Salan hefur farið fram í félagsheimilinu í Hnífsdal. Nú er hins vegar óvíst með söluna enda er enn snjóflóðahætta á svæðinu. Haraldur Júlíusson hjá Björgunarfélagi Ísafjarðar, sem situr í flugeldanefnd, segir að sveitirnar hafi fengið pláss á Ísafirði til að selja flugeldana. „Jú, við fengum leyfi til að selja á Ísafirði og það er allt hið besta mál," segir Haraldur. „Við munum selja hjá Fiskmarkaði Suðurnesja við Sindragötu 11." Flutningabílarnir sitja hins vegar fastir í Hnífsdal en vonast er til að þeir verði komnir til Ísafjarðar á næstu klukkutímum. „„Það hefur allt verið á fullu hjá okkur síðustu tvo sólarhringa," segir Haraldur. „Sjálfur hef ég lítið komið að því en það eru nokkir hérna sem sjá rúmið í hyllingum. En það þýðir ekkert að sofa — þetta er lífæðin okkar þessi blessaða flugeldasala." Þannig vonast Haraldur til að hefja sölu í kvöld og halda áfram á morgun. Það sé því nauðsynlegt fyrir almenning að leggjast á eitt með tæma flugeldasölurnar áður en nýtt ár gengur í garð. „Það er rosalega mikilvægt að fólk taki við sér og hjálpi okkur við að moka þessum flugeldum út," segir Haraldur að lokum. Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Flugeldasala Slysavarnafélagsins Landsbjargar hefur farið úr skorðum á Vestfjörðum vegna veðurofsans sem geisað hefur þar síðustu daga. Nú þegar veður tekur að lægja einblína björgunarsveitirnar á að koma sölunni í gang á ný eftir að hafa grafið samborgara sína úr fannferginu síðustu tvo sólarhringa. Björgunarfélag Ísafjarðar og Björgunarsveitin Tindar í Hnífsdal hafa síðustu ár staðið í sölu á flugeldum í sameiningu. Salan hefur farið fram í félagsheimilinu í Hnífsdal. Nú er hins vegar óvíst með söluna enda er enn snjóflóðahætta á svæðinu. Haraldur Júlíusson hjá Björgunarfélagi Ísafjarðar, sem situr í flugeldanefnd, segir að sveitirnar hafi fengið pláss á Ísafirði til að selja flugeldana. „Jú, við fengum leyfi til að selja á Ísafirði og það er allt hið besta mál," segir Haraldur. „Við munum selja hjá Fiskmarkaði Suðurnesja við Sindragötu 11." Flutningabílarnir sitja hins vegar fastir í Hnífsdal en vonast er til að þeir verði komnir til Ísafjarðar á næstu klukkutímum. „„Það hefur allt verið á fullu hjá okkur síðustu tvo sólarhringa," segir Haraldur. „Sjálfur hef ég lítið komið að því en það eru nokkir hérna sem sjá rúmið í hyllingum. En það þýðir ekkert að sofa — þetta er lífæðin okkar þessi blessaða flugeldasala." Þannig vonast Haraldur til að hefja sölu í kvöld og halda áfram á morgun. Það sé því nauðsynlegt fyrir almenning að leggjast á eitt með tæma flugeldasölurnar áður en nýtt ár gengur í garð. „Það er rosalega mikilvægt að fólk taki við sér og hjálpi okkur við að moka þessum flugeldum út," segir Haraldur að lokum.
Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira