Lífið

Stuðmenn rifja upp bransasögur

Hinir einu sönnu Stuðmenn, hljómsveit allra landsmanna, prýða forsíðu Lífsins, fylgiblað Fréttablaðsins, á morgun föstudag og er það svo sannarlega vel við hæfi um verslunarmannahelgina.

Hljómsveitin hefur staðið oftar á sviði þessa helgi en nokkur önnur hljómsveit. Hún stóð um árabil fyrir risavöxnum útihátíðum, í Atlavík, Húnaveri, Húsafelli og víðar, að ekki sé talað um margar þjóðhátíðir í Vestmannaeyjum þar sem stór hluti kvikmyndarinnar Með allt á hreinu var kvikmyndaður.

Stuðmenn rifja upp óborganlegar bransasögur sem þeir hafa upplifað saman í gegnum tíðina í Lífinu á morgun.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.