Lífið

Það bókstaflega sýður á eiginkonunni

myndir/cover media
Heimur leikkonunnar Liberty Ross, 33 ára, hrundi þegar hún komst að því að eiginmaður hennar, leikstjórinn Rupert Sanders, 41 árs, hélt við ungu leikkonuna Kristen Stewart, 23 ára.

Liberty hefur bannað eiginmanni sínum og barnsföður að starfa með Kristen í framtíðinni þrátt fyrir samninginn sem bíður hans og Kristen um gerð framhaldsmyndar Snow White and the Huntsman.

Hjónin sem eiga tvö börn saman, reyna nú að laga hjónabandið eftir að upp komst um framhjáhaldið og hluti af því er að leikstjórinn vinni aldrei framar með ungu Twilight stjörnunni.

Ross samdi munnlega við framleiðanda Snow White and the Huntsman um væntanlega framhaldsmynd en hefur ekki skrifað undir samninginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.