Innlent

Skemmdi bíl í Hveragerði

Hveragerði.
Hveragerði.
Karlmaður um tvítugt var handtekinn í Hveragerði í nótt þar sem hann var að skemma bíl fyrir utan íbúðarhús. Lögreglan var kölluð til en maðurinn var enn á vettvangi þegar lögregluþjónar mættu á staðinn. Hann var handtekinn og færður í fangageymslur lögreglunnar þar sem hann sefur úr sér.

Ekki er ljóst hvað manninum gekk til en lögreglan mun ræða við hann í morgunsárið þegar það er runnið af honum.

Þá var einn ökumaður handtekinn eftir að hann var stöðvaður ölvaður upp á Hellisheiði. Hann sefur einnig úr sér hjá lögreglunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×