Lífið

Góð mæting í fyrsta Mikka Maraþonið

Mikka Maraþon var haldið í fyrsta skipti í Laugardalnum í morgun. Þátttakendur voru tæplega þúsund talsins sem gerir hlaupið eitt af fimm stærstu hlaupum landsins.

Ræst var út klukkan 11:00 fyrir hádegi í frábæru umhverfi og fallegu veðri og var hlaupið 4,2 km. Gói sá um að hita mannskapinn upp fyrir þetta mini-maraþon hlaup. Elsti hlauparinn var um sjötugt og sá yngsti eins árs gamall.

Kári Steinn Ólympíufari tók þátt í hlaupinu en allir hlauparar fengur sérstaka Mikka medalíu og hlaupaboli.

Mikka Maraþon verður haldið aftur á sama stað að ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.