Innlent

Munað getur 91% á verði á dekkjaskiptum

Mynd tengist frétt ekki beint
Mynd tengist frétt ekki beint
Mikill verðumunur er á milli verkstæða á því hvað það kostar að setja vetrardekk undir bílinn. Þetta sýnir ný verðkönnun Alþýðusambands Íslands. Mestur verðmunur var á dekkjaskiptum á jeppa.

Ódýrast voru þau hjá Nýbarða þar sem skiptin kostuðu 7.000 krónur dýrust voru þau hins vegar hjá Sólningu þar sem þau kostuðu rúmar 13.000 krónur. Verðmunurinn var 91%.

Minni munur var á dekkjaskiptum á smábílum og minni meðalbílum. Þau voru ódýrust hjá Borgardekk þar sem þau kostuðu 5.500 krónur en dýrust hjá Öskju þar sem þau voru á rúmar 7.800 krónur. Verðmunurinn var 42%.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×