Ofurfyrirsætan og Victoria Secret engillinn Doetzen Kroes sýndi ótrúlega stæltan kroppinn í myndatöku á Miami á dögunum.
Kroes sem er 27 ára gömul sagði frá því í viðtali nýlega að hún boxaði og sippaði til að halda sér í góðu formi og að hún æfði sérstaklega vel fæturnar þar að auki til að halda rassinum á sínum stað.
Hún viðurkenndi þó að hún ætti sína veikleika eins og aðrir og að í hennar tilfelli væru það franskar kartöflur.
"Ég verð alltaf að hafa smá hvatningu, það er ekkert gaman að borða salat í öll mál ef ég fæ aldrei franskarnar mínar," sagði fyrirsætan.
Ofurfyrirsæta í ótrúlegu formi
