Erlent

Réðust inn í sendiráð Bandaríkjanna í Jemen

Mótmælendur hafa ráðist inn í sendiráð Bandaríkjanna í Sana höfuðborg Jemen. Lögreglan hóf skothríð á mannfjöldann en tókst ekki að koma í veg fyrir að nokkrir þeirra náðu inn í snediráðbygginguna auk þess að kveikja í bílum sem stóðu fyrir utan hana.

Í frétt á BBC segir að nokkrir hafi særst í þessari árás. Mótmælin voru vegna kvikmyndar sem framleidd var í Bandaríkjunum en hún þykir móðgandi í garð Múhammeðs spámanns. Mótmæli vegna myndarinnar hafa verið víða í Arabalöndum undanfarna daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×