Erlent

Clinton fordæmir áróðursmynd um íslam

Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. mynd/AP
Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur fordæmt kvikmyndina Sakleysi múslíma sem valdið hefur titringi meðal múslíma víða um heim.

Í kvikmyndinni, sem framleidd er í Bandaríkjunum og er stefnt gegn múslímum, er Múhameð spámaður málaður sem svikari og daðrari.

Clinton sagði boðskap kvikmyndarinnar andstyggilegan og vítaverðan. Hún tók þó fram að myndin afsakaði þó ekki þau ofbeldisverk sem átt hafa sér stað síðustu daga.

Mótmælendur brutu sér leið inn í sendiráðsbyggingu Bandaríkjanna í Jemen í dag og brenndur þar bandaríska fánann. Þá sló í brýnu milli mótmælenda í Egyptalandi þar sem á sjötta tug særðust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×