Sjálfboðaliðar í náttúruvernd René Biasone skrifar 17. desember 2012 17:30 Fjölbreyttur hópur tók þátt í Stóru grænu helginni (e. Big Green Weekend) í október sem er alþjóðlegur viðburður. Þar komu saman sjálfboðaliðar í náttúruvernd og létu gott af sér leiða. Þetta var í annað skipti sem Umhverfisstofnun tekur þátt í þessu samstarfi og í þetta sinn var óskað eftir íslenskum sjálfboðaliðum í samstarfi við náttúruverndarsamtök á höfuðborgarsvæðinu. Um Stóru grænu helgina fór hópur sjálfboðaliða úr Fuglavernd, Framtíðarlandinu, Landvernd og AUS, ásamt sjálfboðaliðum starfsfólks Umhverfisstofnunar, til Eldborgar í Bláfjöllum. Þar var unnið af krafti við að setja upp skilti, loka fyrir nokkra slóða með grjóti og afmarka bílastæði en stærsta verkefnið var þó að afmarka göngustíga með því að græða sár í mosanum. Nokkurra tuga metra langur slóði gegnum mosann var græddur með svokallaðri "moss transplanting"-aðferð, þar sem mosi var tekinn af öðru svæði án þess að skaða landslagið, hann settur á bretti og fluttur til Eldborgar. Mosinn var settur á slóða sem hafði verið undirbúinn með grjóti sem komið var fyrir á staðnum til þess að mosinn næði að festast. Dýrmæt kunnáttaÞessi aðferð er vel þekkt og oft notuð á friðlýstum svæðum sem eru í umsjá Umhverfisstofnunar (t.d. við Grábrókargíga í sumar) og einnig í Vatnajökulsþjóðgarði, þar sem sjálfboðaliðar á vegum Umhverfisstofnunar vinna við hlið landvarða og þjóðgarðsvarða yfir sumartímann. Vegna Stóru grænu helgarinnar komu, auk hinna, tveir reyndir sjálfboðaliðar frá Bretlandi og Þýskalandi. Þeir hafa unnið á Íslandi í átta sumur í röð og eru orðnir sérfróðir um alls kyns aðgerðir í náttúruvernd og búa yfir dýrmætri kunnáttu sem Umhverfisstofnun vill varðveita. Þess vegna, meðal annars, tekur Umhverfisstofnun þátt í námskeiði í göngustígagerð sem Hólaskóli skipuleggur í maíbyrjun ár hvert. Þessa helgi var veðrið miskunnarlaust en sjálfboðaliðarnir unnu hörkuvinnu og kláruðu verkefnið í þeirri náttúruperlu sem Eldborg er. Mikilvæg vinnaUmhverfisstofnun er stolt yfir því að geta sagt frá því að á árinu hafa verið unnir 2.220 vinnudagar (444 mannvikur) á 30 svæðum um allt land, frá Hornströndum til Lónsöræfa, frá Reykjanesi til Ásbyrgis, frá Snæfellsnesi til Kverkfjalla. Sjálfboðaliðastarfi ársins 2012 lauk svo formlega með Stóru grænu helginni. Um 180 manns komu sérstaklega til landsins í sumar og unnu gríðarlega mikilvæga vinnu í þágu náttúrunnar. Við viljum þakka þeim sérstaklega fyrir óeigingjarnt starf. Umhverfisstofnun hefur rekið slík verkefni beint í um áratug og að hluta einnig í samstarfi við sjálfboðaliðasamtök. Við hjá Umhverfisstofnun viljum þakka landvörðum Vatnajökulsþjóðgarðs, Ferðafélags Íslands, Útivistar og Umhverfisstofnunar, skógarvörðum Skógræktarfélags Reykjavíkur og Skógrækt ríkisins fyrir samstarfið og samveruna. Kærar þakkir enn fremur til margra annarra aðila sem hafa hjálpað okkur, til dæmis rútubílstjóra sem færðu okkur mat og verkfæri út um allt land og starfsfólks á tjaldsvæðum þar sem sjálfboðaliðar fengu gistipláss. Við viljum sérstaklega þakka sjálfboðaliðunum sem komu og við vonum að þeir geti hjálpað okkur að koma á hefð fyrir sjálfboðaliðastarfi í náttúruvernd meðal Íslendinga. Á Íslandi eru 107 friðlýst svæði og af þeim eru sautján á höfuðborgarsvæðinu. Um grænu helgina kom upp sú hugmynd að hvert og eitt þessara 107 svæða eignaðist sinn vinahóp sem sinnti náttúruvernd og -umhyggju á svæðinu. Vinahóparnir eru hugsaðir sem hluti af starfsemi Umhverfisstofnunar, sem mun sjá um verkefni á friðlýstum svæðum, verkfæri og þjálfun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein René Biasone Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Fjölbreyttur hópur tók þátt í Stóru grænu helginni (e. Big Green Weekend) í október sem er alþjóðlegur viðburður. Þar komu saman sjálfboðaliðar í náttúruvernd og létu gott af sér leiða. Þetta var í annað skipti sem Umhverfisstofnun tekur þátt í þessu samstarfi og í þetta sinn var óskað eftir íslenskum sjálfboðaliðum í samstarfi við náttúruverndarsamtök á höfuðborgarsvæðinu. Um Stóru grænu helgina fór hópur sjálfboðaliða úr Fuglavernd, Framtíðarlandinu, Landvernd og AUS, ásamt sjálfboðaliðum starfsfólks Umhverfisstofnunar, til Eldborgar í Bláfjöllum. Þar var unnið af krafti við að setja upp skilti, loka fyrir nokkra slóða með grjóti og afmarka bílastæði en stærsta verkefnið var þó að afmarka göngustíga með því að græða sár í mosanum. Nokkurra tuga metra langur slóði gegnum mosann var græddur með svokallaðri "moss transplanting"-aðferð, þar sem mosi var tekinn af öðru svæði án þess að skaða landslagið, hann settur á bretti og fluttur til Eldborgar. Mosinn var settur á slóða sem hafði verið undirbúinn með grjóti sem komið var fyrir á staðnum til þess að mosinn næði að festast. Dýrmæt kunnáttaÞessi aðferð er vel þekkt og oft notuð á friðlýstum svæðum sem eru í umsjá Umhverfisstofnunar (t.d. við Grábrókargíga í sumar) og einnig í Vatnajökulsþjóðgarði, þar sem sjálfboðaliðar á vegum Umhverfisstofnunar vinna við hlið landvarða og þjóðgarðsvarða yfir sumartímann. Vegna Stóru grænu helgarinnar komu, auk hinna, tveir reyndir sjálfboðaliðar frá Bretlandi og Þýskalandi. Þeir hafa unnið á Íslandi í átta sumur í röð og eru orðnir sérfróðir um alls kyns aðgerðir í náttúruvernd og búa yfir dýrmætri kunnáttu sem Umhverfisstofnun vill varðveita. Þess vegna, meðal annars, tekur Umhverfisstofnun þátt í námskeiði í göngustígagerð sem Hólaskóli skipuleggur í maíbyrjun ár hvert. Þessa helgi var veðrið miskunnarlaust en sjálfboðaliðarnir unnu hörkuvinnu og kláruðu verkefnið í þeirri náttúruperlu sem Eldborg er. Mikilvæg vinnaUmhverfisstofnun er stolt yfir því að geta sagt frá því að á árinu hafa verið unnir 2.220 vinnudagar (444 mannvikur) á 30 svæðum um allt land, frá Hornströndum til Lónsöræfa, frá Reykjanesi til Ásbyrgis, frá Snæfellsnesi til Kverkfjalla. Sjálfboðaliðastarfi ársins 2012 lauk svo formlega með Stóru grænu helginni. Um 180 manns komu sérstaklega til landsins í sumar og unnu gríðarlega mikilvæga vinnu í þágu náttúrunnar. Við viljum þakka þeim sérstaklega fyrir óeigingjarnt starf. Umhverfisstofnun hefur rekið slík verkefni beint í um áratug og að hluta einnig í samstarfi við sjálfboðaliðasamtök. Við hjá Umhverfisstofnun viljum þakka landvörðum Vatnajökulsþjóðgarðs, Ferðafélags Íslands, Útivistar og Umhverfisstofnunar, skógarvörðum Skógræktarfélags Reykjavíkur og Skógrækt ríkisins fyrir samstarfið og samveruna. Kærar þakkir enn fremur til margra annarra aðila sem hafa hjálpað okkur, til dæmis rútubílstjóra sem færðu okkur mat og verkfæri út um allt land og starfsfólks á tjaldsvæðum þar sem sjálfboðaliðar fengu gistipláss. Við viljum sérstaklega þakka sjálfboðaliðunum sem komu og við vonum að þeir geti hjálpað okkur að koma á hefð fyrir sjálfboðaliðastarfi í náttúruvernd meðal Íslendinga. Á Íslandi eru 107 friðlýst svæði og af þeim eru sautján á höfuðborgarsvæðinu. Um grænu helgina kom upp sú hugmynd að hvert og eitt þessara 107 svæða eignaðist sinn vinahóp sem sinnti náttúruvernd og -umhyggju á svæðinu. Vinahóparnir eru hugsaðir sem hluti af starfsemi Umhverfisstofnunar, sem mun sjá um verkefni á friðlýstum svæðum, verkfæri og þjálfun.
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun