Erlent

Óbærileg spenna þegar dóttirin keppti á Ólympíuleikunum

mynd/Youtube
Bandaríska fimleikastúlkan Ally Raisman náði hátindi feril síns þegar hún keppti á Ólympíuleikunum í Lundúnum. Hún komst áfram og náði í úrslit í æfingum á slá.

En þessi þolraun var þó lítilsháttar miðað við þá angist sem foreldrar hennar gengu í gegnum.

Myndband sem sýnir andköf og álag hjónanna hefur vakið gríðarlega athygli á veraldarvefnum.

Þúsundir hafa horft á myndskeiðið síðan það birtist á myndbandavefnum YouTube fyrr í dag.

Hægt er að sjá myndbandið hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×