Erlent

Notkun þungavopna eykst í Sýrlandi

Þessi gervitungla mynd sýnir sprengjugíga í bænum Anadan.
Þessi gervitungla mynd sýnir sprengjugíga í bænum Anadan. mynd/AFP
Mannréttindasamtökin Amnesty International telja að notkun þungavopna í borginni Aleppo í Sýrlandi færist nú í aukana.

Samtökin segja að gervitunglamyndir sýni fram á að þungavopnum sé nú beitt af hálfu öryggissveita á íbúðarhverfi.

Myndirnar sýni allt að 600 sprengjugíga í bænum Anadan, steinsnar frá Aleppo. Átök stríðandi fylkinga héldu áfram í Sýrlandi í gær og er talið að rúmlega 220 hafi drepist í bardögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×