Erlent

Pia hverfur á braut

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Pia Kjærsgaard er hætt sem formaður danska Þjóðarflokksins.
Pia Kjærsgaard er hætt sem formaður danska Þjóðarflokksins. mynd/ afp.
Formannsskipti eru í danska Þjóðarflokknum í dag, en Kristian Thulesen Dahl verður formaður í stað Pia Kjærsgaard. Danskir fjölmiðlar hafa varla fjallað um annað en formannsskiptin í allan morgun. Vefur Berlingske Tidende talar meðal annars við Anders Fogh Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, sem nú er framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins. Hann fer fögrum orðum um fráfarandi formann, en Þjóðarflokkurinn studdi ríkisstjórn Anders Fogh þegar hann var forsætisráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×