Þrengt að botnvörpuveiðum 23. júlí 2012 05:00 Úthafskarfaveiðar við Reykjaneshrygg. mynd/landhelgisgæslan Hvað þýðir ákvörðun ESB varðandi botnvörpuveiðar í úthafinu? Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) samþykkti á fimmtudag að banna veiðar ákveðinna fisktegunda utan 200 mílna fiskveiðilögsögunnar í Norðaustur-Atlantshafinu. Tegundirnar eru allar því marki brenndar að vera botnsæknar og hafa verið sóttar með botnvörpum. Til skamms tíma var útlit fyrir að framkvæmdastjórnin legði til bann við botnvörpuveiðum í úthafinu, en vegna andstöðu ýmissa þjóða, sérstaklega Frakka, varð þessi raunin. Veiðibannið hefur svipaðar afleiðingar í för með sér, þar sem botnvarpan er notuð til sóknar á þessum tegundum. Umræðan um skaðsemi botnvörpuveiða er ekki ný af nálinni og síðan árið 2004 hefur hún verið hávær í alþjóðasamfélaginu og var á dagskrá allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna það ár. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, segir þetta bann ekki hafa áhrif hér á landi, þar sem Ísland sé ekki í Evrópusambandinu. Nánast ekkert sé um botnvörpuveiðar íslenskra skipa í úthafinu. "Við höfum verið með veiðar á Flæmingjagrunni, en þær hafa legið niðri undanfarin ár þar sem ekki hefur verið nein afkoma af þeim." Friðrik segir að íslenskir útvegsmenn séu ekki fylgjandi einhliða banni á botnvörpuveiðum, en styðji bann í viðkvæmum vistkerfum. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar vera sigur fyrir verndun ákveðinna vistkerfa á djúpsævi. "Sigurinn í þessu er að það er viðurkennt að þetta séu veiðar sem valda skemmdum." Hann bendir á ákvörðunin gildi aðeins utan 200 mílnanna, en hún sýni þó að ESB vilji vel í þessum efnum. Samningar gerist hins vegar erfiðari þegar komið er inn fyrir 200 mílurnar. Hann efast um að bannið muni hafa áhrif á sameiginlega fiskveiðistefnu ESB, sem er nú í endurskoðun. Þar muni hagsmunir einstakra ríkja verða ráðandi. Árni segir að lengi hafi verið reynt að koma stjórn á veiðar í úthafinu. Kveðið sé á um þær í Hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna og úthafsveiðisamningi, en þar sé lítið að finna um verndun viðkvæmra svæða. "Það er andstaða við botnvörpuveiðar víða í úthöfum þar sem þessi viðkæmu vistkerfi eru, en þar hafa verið stundaðar stjórnlausar veiðar. Tilhneigingin hefur verið sú að koma á alþjóðlegum samningum um stjórnun veiða í úthafinu. Það var reynt í Ríó, en það gekk ekki upp," segir Árni og vísar þar til umhverfisráðstefnu SÞ í Ríó sem var í júní. kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Fleiri fréttir Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Sjá meira
Hvað þýðir ákvörðun ESB varðandi botnvörpuveiðar í úthafinu? Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) samþykkti á fimmtudag að banna veiðar ákveðinna fisktegunda utan 200 mílna fiskveiðilögsögunnar í Norðaustur-Atlantshafinu. Tegundirnar eru allar því marki brenndar að vera botnsæknar og hafa verið sóttar með botnvörpum. Til skamms tíma var útlit fyrir að framkvæmdastjórnin legði til bann við botnvörpuveiðum í úthafinu, en vegna andstöðu ýmissa þjóða, sérstaklega Frakka, varð þessi raunin. Veiðibannið hefur svipaðar afleiðingar í för með sér, þar sem botnvarpan er notuð til sóknar á þessum tegundum. Umræðan um skaðsemi botnvörpuveiða er ekki ný af nálinni og síðan árið 2004 hefur hún verið hávær í alþjóðasamfélaginu og var á dagskrá allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna það ár. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, segir þetta bann ekki hafa áhrif hér á landi, þar sem Ísland sé ekki í Evrópusambandinu. Nánast ekkert sé um botnvörpuveiðar íslenskra skipa í úthafinu. "Við höfum verið með veiðar á Flæmingjagrunni, en þær hafa legið niðri undanfarin ár þar sem ekki hefur verið nein afkoma af þeim." Friðrik segir að íslenskir útvegsmenn séu ekki fylgjandi einhliða banni á botnvörpuveiðum, en styðji bann í viðkvæmum vistkerfum. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar vera sigur fyrir verndun ákveðinna vistkerfa á djúpsævi. "Sigurinn í þessu er að það er viðurkennt að þetta séu veiðar sem valda skemmdum." Hann bendir á ákvörðunin gildi aðeins utan 200 mílnanna, en hún sýni þó að ESB vilji vel í þessum efnum. Samningar gerist hins vegar erfiðari þegar komið er inn fyrir 200 mílurnar. Hann efast um að bannið muni hafa áhrif á sameiginlega fiskveiðistefnu ESB, sem er nú í endurskoðun. Þar muni hagsmunir einstakra ríkja verða ráðandi. Árni segir að lengi hafi verið reynt að koma stjórn á veiðar í úthafinu. Kveðið sé á um þær í Hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna og úthafsveiðisamningi, en þar sé lítið að finna um verndun viðkvæmra svæða. "Það er andstaða við botnvörpuveiðar víða í úthöfum þar sem þessi viðkæmu vistkerfi eru, en þar hafa verið stundaðar stjórnlausar veiðar. Tilhneigingin hefur verið sú að koma á alþjóðlegum samningum um stjórnun veiða í úthafinu. Það var reynt í Ríó, en það gekk ekki upp," segir Árni og vísar þar til umhverfisráðstefnu SÞ í Ríó sem var í júní. kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Fleiri fréttir Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Sjá meira