Enski boltinn

Piazon tryggði Chelsea jafntefli gegn PSG

Javier Pastore og Gael Kakuta í baráttunni.
Javier Pastore og Gael Kakuta í baráttunni. Nordic Photos /Getty Images
Franska stórliðið PSG og enska úrvalsdeildarliðið Chelsea áttust við í æfingaleik í New York í Bandaríkjunum í gær. Lucas Piazon jafnaði fyrir Chelsea átta mínútum fyrir leikslok. Leikurinn fór fram á hinum sögufræga Yankee Stadium. Brasilíumennirnir Piazon og Ramires voru mennirnir á bak við markið en Ramires lagði það upp fyrir landa sinn. Nene skoraði mark PSG snemma í fyrri hálfleik. Sænski landsliðsframherjinn Zlatan Ibrahimovic var ekki í leikmannahóp PSG.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×