Erlent

Veiddi stærsta fisk sem veiðst hefur á stöng í N-Ameríku

Michael Snell 65 ára gamall Breti sem var í sumarfríi í Kanada um síðustu helgi náði að veiða stærsta fisk sem veiðst hefur á stöng í Norður Ameríku.

Um var að ræða styrju sem reyndist nær 4 metra löng og vel yfir hálft tonn að þyngd. Snell setti í þennan fisk í Fraser ánni í Bresku Kólombíu og það tók hann hálfan annan tíma að ná honum á landi.

Í frétt um málið í The Sun segir að eftir að Snell hafði dregið fiskinn að landi var hann mældur og síðan smellti Snell rembingskossi á hann og sleppti honum aftur út í ána.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×