Lífið

Þátttakendur í dómarastól

Verður Carrie Underwood næsti dómari American Idol?
Verður Carrie Underwood næsti dómari American Idol?
Undirbúningur stendur nú yfir fyrir tólftu þáttaröð raunveruleikaþáttarins American Idol.

Svo virðist sem Randy Jackson sé sá eini sem ætli að tolla í dómarasætinu því báðir samdómarar hans, Jennifer Lopez og Steven Tyler, hafa áveðið að vera ekki með í næstu þáttaröð. Framleiðendur þáttanna leita því sem óðir að nýjum dómurum til að fylla skarðið og hafa nú brugðið á það ráð að snúa sér að gömlum þátttakendum. Enn sem komið er hefur verið rætt við þau Taylor Hicks, Carrie Underwood, Clay Aiken og Adam Lambert en hvort eitthvert þeirra verði hluti af dómarapanelnum, eða komi að þættinum á annan hátt, hefur þó ekki verið gefið út.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.