Erlent

Stór jarðskjálfti reið yfir eyjuna Súmötru

Jarðskjálfti af stærðargráðunni 6,4 á Richter reið yfir vesturströnd eyjunnar Súmötru á Indónesíu í nótt.

Engar fréttir hafa borist af manntjóni eða skemmdum á húsum en töluverð skelfing mun hafa gripið um sig meðal íbúanna á þessum slóðum þegar skjálftinn reið yfir og flúðu þeir úr húsum sínum af ótta við að þau myndu hrynja.

Upptök skjálftans voru á miklu dýpi rúmlega 30 kílómetra undan ströndinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×