Lífið

Elton John langar í annað barn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Elton John er listamaður mikill.
Elton John er listamaður mikill. mynd/ afp.
Stórsöngvarinn sir Elton John vill eignast fleiri börn. Hann viðurkennir þó í samtali við NBC fréttastöðina að það verði vissulega áskorun fyrir son sinn, Zachary að alast upp hjá tveimur samkynhneigðum karlmönnum. Elton John og eiginmaður hans David Furnish eiga soninn Zachary sem fæddist í Ameríku á jóladag árið 2010 með hjálp staðgöngumóður.

„Ég myndi gjarnan vilja eignast fleiri börn. Ég myndi gjarnan vilja að Zachary myndi eignast bróður eða systur sem gengi í skóla með honum og hann hefði þá einhvern til að leika við.," segir Elton John. „Það verður erfitt fyrir hann að alast upp og gera sér grein fyrir því að hann á ekki mömmu. En hann er svo glaður. Ég hef aldrei séð eins ánægt barn. Og ég hef aldrei séð tvo foreldra sem eru eins ánægðir og David og ég," bætti hann við.

Sjá umfjöllun um viðtalið á vef Daily Telegraph.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.