Eru verðtryggð húsnæðislán ólögleg? Guðmundur Franklín Jónsson skrifar 3. júlí 2012 06:00 Með lögum nr. 108/2007, um verðbréfaviðskipti sem tóku gildi 1. nóvember 2007, var innleidd í íslenskan rétt MiFID-tilskipun Evrópusambandsins. Með nýjum verðbréfaviðskiptalögum breyttust ýmsar mikilvægar reglur sem lutu að því hvernig standa átti að viðskiptum með verðbréf. MiFID-tilskipunin náði til allra ríkja á EES-svæðinu. Markmið laganna var að setja samræmdar reglur um neytendavernd fjárfesta og skapa sameiginlegan innri markað með fjármálaþjónustu. Lögð er áhersla á aukið eftirlit, faglega framkvæmd og upplýsingagjöf. Þá var löggjöfinni ætlað að tryggja að þeir viðskiptavinir fjármálafyrirtækja, sem eiga í verðbréfaviðskiptum, fái ávallt viðeigandi upplýsingar og ráðgjöf. FME setur skýrar línurÍ upplýsingabæklingi Fjármálaeftirlitsins sem gefinn var út í sambandi við þessa nýju löggjöf og heitir „Upplýsingarit um MiFID fyrir neytendur – Að fjárfesta í fjármálaafurðum" segir: „Sem dæmi um einfaldar afurðir eru hlutabréf og ýmsar tegundir skuldabréfa. Sem dæmi um flóknar afurðir má nefna: Valréttarsamninga, framtíðarsamninga, skiptasamninga og aðrar afleiður, samninga um fjárhagslegan mismun, breytanleg skuldabréf. Samkvæmt MiFID-reglunum ber fjármálafyrirtækjum einnig að skipta viðskiptavinum sínum í þrjá meginflokka: 1) viðurkennda gagnaðila, 2) fagfjárfesta og 3) almenna fjárfesta. Síðastnefndi flokkurinn um almenna fjárfesta nýtur mestrar verndar, sem m.a. felst í því að þeim er óheimilt að taka þátt í flóknum fjármálagjörningum á borð við afleiðuviðskipti. Það er einnig ljóst að fjármálastofnunum ber að kynna sér í hvaða flokki fjárfesta hver viðskiptavinur á heima." Verðtryggð húsnæðislán eru afleiðurEru verðtryggð húsnæðislán afleiður? Verðtryggð lán eru í rauninni svo flókin fjármálaafurð að jafnvel seljandi lánsins getur ekki gefið viðskiptavininum upp í hverju skuldin stendur eftir eitt ár, hvað þá 30 ár. Hækkun lánsins er afleiðing hækkandi neysluverðsvísitölu sem fjöldi afleiddra þátta verkar á t.d. skattahækkanir, eldneytisverð, launakjör, hrávöruverð, hagstjórn, gengi krónunnar o.s.frv. Áhætta lánsins er að öllu leyti á lántakandanum en ekki seljandanum. Almennir fjárfestar hafa engar forsendur til að meta þá áhættu, sem fylgir verðtryggðu láni og einstaklingum er ekki boðið að kaupa sér verðbólgu-varnir. Sló botninn úr tunnunni þegar vísitala neysluverðs hækkaði um 0,5% frá fyrra mánuði vegna 11% hækkunar á flugfargjöldum til útlanda, en ekkert flugfélag kannast við þessa hækkun. Ólögleg söluvaraStrangar reglur gilda um afleiðusamninga og fjármálafyrirtækjum er ekki heimilt að stofna til viðskipta með afleiður við hvern sem er. Hér á landi hafa verðtryggð íbúðalán og önnur neytendalán verið seld um áratugaskeið yfir borðið. Þessi lán hafa ekki verið talin heyra undir lög um verðbréfaviðskipti. Verðtryggð lán eru ekkert annað en flóknir afleiðusamningar og þar af leiðandi ættu þau að heyra undir þá neytendavernd sem lög um verðbréfaviðskipti og MiFID veita. Að mati Hægri grænna, flokks fólksins, hafa verðtryggð húsnæðislán verið seld ólöglega frá 1. nóv. 2007 og ætlar flokkurinn, ef færi gefst, að leiðrétta öll verðtryggð húsnæðislán með svokallaðri „Kynslóðasátt" eða amerísku TARP-aðferðinni að loknum næstu alþingiskosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Með lögum nr. 108/2007, um verðbréfaviðskipti sem tóku gildi 1. nóvember 2007, var innleidd í íslenskan rétt MiFID-tilskipun Evrópusambandsins. Með nýjum verðbréfaviðskiptalögum breyttust ýmsar mikilvægar reglur sem lutu að því hvernig standa átti að viðskiptum með verðbréf. MiFID-tilskipunin náði til allra ríkja á EES-svæðinu. Markmið laganna var að setja samræmdar reglur um neytendavernd fjárfesta og skapa sameiginlegan innri markað með fjármálaþjónustu. Lögð er áhersla á aukið eftirlit, faglega framkvæmd og upplýsingagjöf. Þá var löggjöfinni ætlað að tryggja að þeir viðskiptavinir fjármálafyrirtækja, sem eiga í verðbréfaviðskiptum, fái ávallt viðeigandi upplýsingar og ráðgjöf. FME setur skýrar línurÍ upplýsingabæklingi Fjármálaeftirlitsins sem gefinn var út í sambandi við þessa nýju löggjöf og heitir „Upplýsingarit um MiFID fyrir neytendur – Að fjárfesta í fjármálaafurðum" segir: „Sem dæmi um einfaldar afurðir eru hlutabréf og ýmsar tegundir skuldabréfa. Sem dæmi um flóknar afurðir má nefna: Valréttarsamninga, framtíðarsamninga, skiptasamninga og aðrar afleiður, samninga um fjárhagslegan mismun, breytanleg skuldabréf. Samkvæmt MiFID-reglunum ber fjármálafyrirtækjum einnig að skipta viðskiptavinum sínum í þrjá meginflokka: 1) viðurkennda gagnaðila, 2) fagfjárfesta og 3) almenna fjárfesta. Síðastnefndi flokkurinn um almenna fjárfesta nýtur mestrar verndar, sem m.a. felst í því að þeim er óheimilt að taka þátt í flóknum fjármálagjörningum á borð við afleiðuviðskipti. Það er einnig ljóst að fjármálastofnunum ber að kynna sér í hvaða flokki fjárfesta hver viðskiptavinur á heima." Verðtryggð húsnæðislán eru afleiðurEru verðtryggð húsnæðislán afleiður? Verðtryggð lán eru í rauninni svo flókin fjármálaafurð að jafnvel seljandi lánsins getur ekki gefið viðskiptavininum upp í hverju skuldin stendur eftir eitt ár, hvað þá 30 ár. Hækkun lánsins er afleiðing hækkandi neysluverðsvísitölu sem fjöldi afleiddra þátta verkar á t.d. skattahækkanir, eldneytisverð, launakjör, hrávöruverð, hagstjórn, gengi krónunnar o.s.frv. Áhætta lánsins er að öllu leyti á lántakandanum en ekki seljandanum. Almennir fjárfestar hafa engar forsendur til að meta þá áhættu, sem fylgir verðtryggðu láni og einstaklingum er ekki boðið að kaupa sér verðbólgu-varnir. Sló botninn úr tunnunni þegar vísitala neysluverðs hækkaði um 0,5% frá fyrra mánuði vegna 11% hækkunar á flugfargjöldum til útlanda, en ekkert flugfélag kannast við þessa hækkun. Ólögleg söluvaraStrangar reglur gilda um afleiðusamninga og fjármálafyrirtækjum er ekki heimilt að stofna til viðskipta með afleiður við hvern sem er. Hér á landi hafa verðtryggð íbúðalán og önnur neytendalán verið seld um áratugaskeið yfir borðið. Þessi lán hafa ekki verið talin heyra undir lög um verðbréfaviðskipti. Verðtryggð lán eru ekkert annað en flóknir afleiðusamningar og þar af leiðandi ættu þau að heyra undir þá neytendavernd sem lög um verðbréfaviðskipti og MiFID veita. Að mati Hægri grænna, flokks fólksins, hafa verðtryggð húsnæðislán verið seld ólöglega frá 1. nóv. 2007 og ætlar flokkurinn, ef færi gefst, að leiðrétta öll verðtryggð húsnæðislán með svokallaðri „Kynslóðasátt" eða amerísku TARP-aðferðinni að loknum næstu alþingiskosningum.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar