Erlent

Grunaðir um að kaupa þjónustu ólögráða vændiskonu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Frank Ribery er grunaður um að hafa átt viðskipti við ólögráða vændiskonu.
Frank Ribery er grunaður um að hafa átt viðskipti við ólögráða vændiskonu. mynd/ afp.
Frönsku knattspyrnumennirnir Franck Ribery og Karim Benzema hafa verið ákærðir fyrir að kaupa þjónustu vændiskonu sem var undir lögaldri. Mennirnir áttu báðir að leika fyrir franska landsliðið gegn Úrúgvæ í dag. Þeir hafa verið til rannsóknar hjá lögreglunni í tvö ár, en báðir neita þeir ásökununum. Vændiskonan sem þeir voru í viðskiptum við segir að hvorugur þeirra hafi vitað að hún hafi einungis verið sextán ára þegar þeir voru í samskiptum við hana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×