Í leiknum mætti úrvalslið Njarðvíkurkempna á öllum aldri meistaraflokki karla hjá félaginu. Mikið var skorað í leiknum sem lauk með sigri úrvalsliðsins 122-116 að því er Karfan.is greinir frá.
Meðal leikmanna í úrvalsliði Njarðvíkur voru atvinnu- og landsliðsmaðurinn Logi Gunnarsson, Teitur Örlygsson, Friðrik Ragnarsson, Páll Kristinsson, Jeb Ivey og Brenton Birmingham.
Teitur Örlygsson sigraði í þriggja stiga keppninni en Teitur, sem í dag þjálfar lið Stjörnunnar, er ein besta þriggja stiga skytta sem Ísland hefur alið.
Valur Ingimundarson skoraði fyrstu þrjú stig leiksins á skemmtilegan hátt. Þá laumaði hann sér inn á völlinn af varamannabekknum og skoraði fyrstu þrjú stig leiksins. Skotið má sjá í myndbandinu hér að neðan.
Frammistöðu Teits Örlygssonar í þriggja stiga keppninni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.