Óskarsverðlaunaleikarinn Adrien Brody og kærasta hans Lara Lieto eru yfir sig ástfangin eins og þau sýndu á götum Rómar í gærkvöldi.
Parið fór í rómantíska gönguferð og stoppaði í gríð og erg til að kyssast og knúsast og var alveg sama þó að fylgst væri með þeim.
Adrien er í Róm að leika í kvikmyndinni The Third Person ásamt Liam Neeson og Oliviu Wilde og finnst örugglega ágætt að fá smá knúserí á milli atriða.
Ástfangin í Róm
