Parið, sem hefur verið saman í 12 ár í vor, er í síðbúnu sumarfríi við lestur og lúdóspil á eyðibýli á Ströndum. Þar skipuleggja þau langferðir, en þau ætla að verja hluta fæðingarorlofsins á framandi slóðum. Parið er hrifið af jaðarsporti ýmiss konar og ætlar að venja barnið við ævintýramennsku strax í móðurkviði.
Sigríður Elva vinnur sig nú gegnum langan lista af hlutum sem á að framkvæma á meðgöngunni, en þar á meðal er vetrarferð í tjaldi, sig í klettum og að fljúga í flugvél á hvolfi.


