Óvíst með áhrif gengisdómsins á bílalán Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 26. október 2012 18:46 Óvíst er hvaða áhrif dómar Hæstaréttar um vexti af gengistryggðum lánum hafa á skammtímalán, eins og bílalán. Sérfræðingur FME telur að fleiri dóma þurfi til að skera úr um fyrirkomulag endurútreikninga þar sem mörgum álitaefnum sé enn ósvarað. Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis hefur haldið því fram að fjármálafyrirtækjum sé ekkert til fyrirstöðu að hefja endurútreikningur ólögmætra gengistryggðra lána eftir dóm Hæstaréttar um vaxtareikning fyrr í mánuðinum. Sérfræðingur fjármálaeftirlitsins telur hins vegar að mörgum álitaefnum varðandi lánin sé enn ósvarað til dæmis varðandi ofgreiðslu vaxta og lán í vanskilum. „Hvernig á að meðhöndla greiðsluúrræði, nú hafa flestir lántakendur farið í ýmisgreiðslu úrræði hjá lánafyrirtækjum," segir Tómas Sigurðsson, sérfræðingur hjá Fjármálaeftirlitinu. Þá segir hann einn meginrökstuðning dóma Hæstaréttar vera að munur á greiðslum samkvæmt Árna Páls lögunum og samningsgreiðslum hafi verið verulegur en óljóst sé um fordæmisgildið í þeim samningum þar sem munurinn er minni. „Það virðist vera sem svo að hlutfallið þarna á milli sé lægra eftir því sem lánstíminn er styttri og þannig má hugsa að fyrir bílalán þá sé hlutfallið lágt hjá þeim," segir Tómas. Lýsing hefur töluvert magn þessarra bílalána í sinni lánabók en fyrirtækið hefur gefið út að það telji að dómurinn fyrr í þessum mánuði eigi ekki við um þeirra lán. Tómas segir að við núverandi aðstæður sé það í raun lánafyrirtækum í sjálfsvald sett hvernig þau taka á sínum lánum þó að stjórnvöld komi upp sérstakri reiknivél fyrir lánin. „Ég tel að slík reiknivél væri gagnleg. Hvort það sé hægt að krefja fjármálafyrirtæki beint um að reikna í samræmi við þá reiknivél ég vil sem minnst um það segja," segir Tómas. Ef hins vegar dómurinn er fordæmisgefandi fyrir þau lán þá gæti lýsing þurft að endurgreiða háar fjárhæðir vegna ofgreiðslna viðskiptavina en sú staða veldur efnahags- og viðskiptanefnd áhyggjum og bað hún því FME um að skoða hvort að hagsmunir viðskiptavina Lýsingar séu tryggðir. samkvæmt ítrustu túlkun þá séu öll fjármálafyrritæki með starfsleyfi og með ákveðna eiginfjárstöðu. Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Sjá meira
Óvíst er hvaða áhrif dómar Hæstaréttar um vexti af gengistryggðum lánum hafa á skammtímalán, eins og bílalán. Sérfræðingur FME telur að fleiri dóma þurfi til að skera úr um fyrirkomulag endurútreikninga þar sem mörgum álitaefnum sé enn ósvarað. Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis hefur haldið því fram að fjármálafyrirtækjum sé ekkert til fyrirstöðu að hefja endurútreikningur ólögmætra gengistryggðra lána eftir dóm Hæstaréttar um vaxtareikning fyrr í mánuðinum. Sérfræðingur fjármálaeftirlitsins telur hins vegar að mörgum álitaefnum varðandi lánin sé enn ósvarað til dæmis varðandi ofgreiðslu vaxta og lán í vanskilum. „Hvernig á að meðhöndla greiðsluúrræði, nú hafa flestir lántakendur farið í ýmisgreiðslu úrræði hjá lánafyrirtækjum," segir Tómas Sigurðsson, sérfræðingur hjá Fjármálaeftirlitinu. Þá segir hann einn meginrökstuðning dóma Hæstaréttar vera að munur á greiðslum samkvæmt Árna Páls lögunum og samningsgreiðslum hafi verið verulegur en óljóst sé um fordæmisgildið í þeim samningum þar sem munurinn er minni. „Það virðist vera sem svo að hlutfallið þarna á milli sé lægra eftir því sem lánstíminn er styttri og þannig má hugsa að fyrir bílalán þá sé hlutfallið lágt hjá þeim," segir Tómas. Lýsing hefur töluvert magn þessarra bílalána í sinni lánabók en fyrirtækið hefur gefið út að það telji að dómurinn fyrr í þessum mánuði eigi ekki við um þeirra lán. Tómas segir að við núverandi aðstæður sé það í raun lánafyrirtækum í sjálfsvald sett hvernig þau taka á sínum lánum þó að stjórnvöld komi upp sérstakri reiknivél fyrir lánin. „Ég tel að slík reiknivél væri gagnleg. Hvort það sé hægt að krefja fjármálafyrirtæki beint um að reikna í samræmi við þá reiknivél ég vil sem minnst um það segja," segir Tómas. Ef hins vegar dómurinn er fordæmisgefandi fyrir þau lán þá gæti lýsing þurft að endurgreiða háar fjárhæðir vegna ofgreiðslna viðskiptavina en sú staða veldur efnahags- og viðskiptanefnd áhyggjum og bað hún því FME um að skoða hvort að hagsmunir viðskiptavina Lýsingar séu tryggðir. samkvæmt ítrustu túlkun þá séu öll fjármálafyrritæki með starfsleyfi og með ákveðna eiginfjárstöðu.
Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Sjá meira