Innlent

Tveir teknir þegar bruggverksmiðja var stöðvuð á Selfossi

Lögreglan á Selfossi stöðvaði landafarmleiðslu í bílskúr í bænum í gærkvöldi og voru tveir menn handteknir.

Bruggverksmiðjan var í bílskúr, þar sem 700 lítrar af gambra í stórum plastgeymi voru að verða tilbúnir til suðu. Einnig fundust 40 lítrar af tilbúnum landa og fullkomin suðutæki. Lagt var hald á það allt og verður því fargað.

Annar mannanna viðurkenndi að landinn hafi verið ætlaður til sölu. Mönnunum var sleppt að yfirheyrslum loknum, en málið er enn í rannsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×