Innlent

Enn eitt innbrot í íbúðahús

Tilkynnt var um innbrot í íbúðarhús í Hafnarfirði í gærkvöldi þaðan sem verðmætum var stolið. Þjófurinn, eða þjófarnir, brutu upp glugga og komust þannig inn og svo óséðir á brott.

Undanfarna daga hefur verið brotist inn í nokkur einbýlishús á höfuðborgarsvæðinu og eru vísbendingar um að sömu þjófar séu á ferð. Í öllum tilvikum brjóta þeir upp stormjárn og fara inn um svefnherbergisglugga og eru sérstaklega á höttunum eftir skartgripum.

Lögregla hvetur fólk til að fylgjast með grunsamlegum mannaferðum við hús, og láta sig vita, einkum ef vitað er að húsin séu mannlaus.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×