Innlent

Mikill viðbúnaður við Vesturbæjarlaug

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Slökkviliðsbíll og fjöldi slökkviliðsmanna voru á staðnum.
Slökkviliðsbíll og fjöldi slökkviliðsmanna voru á staðnum. Mynd/ LVP
Mikill viðbúnaður var við sundlaug Vesturbæjar í morgun þegar slökkviliðinu barst tilkynning um kolsýruleka. Sundlaugin var rýmd og slökkviliðsbíll og sjúkrabílar sendir á staðinn, auk lögreglumanna.

Stefán Eiríksson lögreglustjóri var á meðal þeirra sem mættu á staðinn. Ekki liggur alveg ljóst fyrir hvaða efni það var sem lak, en iðnaðarmenn sem voru að vinna í húsinu fundu lykt sem þeir töldu varhugaverða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×