Fólk er að leita að því sérstaka - 12.12.12 í dag Boði Logason skrifar 12. desember 2012 10:34 „Ég er að fara gifta klukkan sjö í kvöld, það er skemmtilegt því maður giftir ekki oft á miðvikudögum," segir séra Hjálmar Jónsson, dómkirkjuprestur. Í dag er síðasti dagurinn á þessari öld þar sem tölurnar í dagsetningunni eru þær sömu, 12.12.12. Þeir prestar sem fréttastofa ræddi við í morgun eru sammála um það að fólk sé spennt fyrir þessari einstöku dagsetningu en öðrum. Í Bandaríkjunum er áætlað að 7500 brúðkaup fari fram í dag, að sögn AFP-fréttastofunnar. Séra Vigfús Árnason, sóknarprestur í Grafarvogi, segir hann hafi verið beðinn um að skíra í kvöld en sé því miður upptekinn. „Það er ekki mikið í gangi með giftingar hjá mér í dag, af því þetta er náttúrulega miðvikudagur og annar tími á Aðventunni," segir hann. Vigfús og Hjálmar segja þó báðir að fjölmargar beiðnir hafi borist um að gifta á næsta ári, nánar tiltekið sjöunda september, 07.09.13, en sá dagur er einmitt laugardagur. „Þetta er saklaus hjátrú, núna er fólk að leita að hinu sérstaka í þessum einstöku dagsetningum," segir Hjálmar. Þeir rifja upp dagsetninguna 07.07.07, en sá dagur var laugardagur - og í júlí - sem er vinsæll mánuður hjá verðandi hjónum að gifta sig. „Ég gifti átta sinnum þann dag og síðasta brúðkaupið var í Keflavík. Það var ekki laust við að maður var orðinn örlítið þreyttur en ég hef aldrei gift svona oft á einum degi," segir Vigfús. Hjálmar var einnig upptekinn þann dag. „Ég gifti líka átta sinnum, það var nóg að gera þennan dag." „Á stórum dögum í júlí er ekkert óalgegnt að maður gifti kannski þrisvar sinnum, en það er ekki venjulegt að gifta átta sinnum á einum degi," segir Vigfús kíminn. Vigfús segir að ekki sé mikið að gera í giftingum þessa daganna. „Það er smá stopp núna en fólk virðist ætla að drífa sig í þessu næsta sumar. Það er búið að panta hjá mér fleiri giftingar næsta sumar en var í allt sumar, og það er enn bara desember. Ég held að fólk sé að átta sig á því að það sé hægt að gifta sig án þess að það kosti, eina eða tvær milljónir. Fólk er meira farið að gera þetta bara sjálft, grilla í garðinum og halda veisluna heima," segir hann. Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
„Ég er að fara gifta klukkan sjö í kvöld, það er skemmtilegt því maður giftir ekki oft á miðvikudögum," segir séra Hjálmar Jónsson, dómkirkjuprestur. Í dag er síðasti dagurinn á þessari öld þar sem tölurnar í dagsetningunni eru þær sömu, 12.12.12. Þeir prestar sem fréttastofa ræddi við í morgun eru sammála um það að fólk sé spennt fyrir þessari einstöku dagsetningu en öðrum. Í Bandaríkjunum er áætlað að 7500 brúðkaup fari fram í dag, að sögn AFP-fréttastofunnar. Séra Vigfús Árnason, sóknarprestur í Grafarvogi, segir hann hafi verið beðinn um að skíra í kvöld en sé því miður upptekinn. „Það er ekki mikið í gangi með giftingar hjá mér í dag, af því þetta er náttúrulega miðvikudagur og annar tími á Aðventunni," segir hann. Vigfús og Hjálmar segja þó báðir að fjölmargar beiðnir hafi borist um að gifta á næsta ári, nánar tiltekið sjöunda september, 07.09.13, en sá dagur er einmitt laugardagur. „Þetta er saklaus hjátrú, núna er fólk að leita að hinu sérstaka í þessum einstöku dagsetningum," segir Hjálmar. Þeir rifja upp dagsetninguna 07.07.07, en sá dagur var laugardagur - og í júlí - sem er vinsæll mánuður hjá verðandi hjónum að gifta sig. „Ég gifti átta sinnum þann dag og síðasta brúðkaupið var í Keflavík. Það var ekki laust við að maður var orðinn örlítið þreyttur en ég hef aldrei gift svona oft á einum degi," segir Vigfús. Hjálmar var einnig upptekinn þann dag. „Ég gifti líka átta sinnum, það var nóg að gera þennan dag." „Á stórum dögum í júlí er ekkert óalgegnt að maður gifti kannski þrisvar sinnum, en það er ekki venjulegt að gifta átta sinnum á einum degi," segir Vigfús kíminn. Vigfús segir að ekki sé mikið að gera í giftingum þessa daganna. „Það er smá stopp núna en fólk virðist ætla að drífa sig í þessu næsta sumar. Það er búið að panta hjá mér fleiri giftingar næsta sumar en var í allt sumar, og það er enn bara desember. Ég held að fólk sé að átta sig á því að það sé hægt að gifta sig án þess að það kosti, eina eða tvær milljónir. Fólk er meira farið að gera þetta bara sjálft, grilla í garðinum og halda veisluna heima," segir hann.
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira